Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
107. fundur 08. júní 2021 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög fjárfestingaráætlun 2022-2032 til umræðna.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslur á að mótuð verði framtíðarsýn á viðhaldi gatna, gangstétta, göngustíga, vatnsveitu og fráveitu í sveitarfélaginu öllu og felur sviðsstjóra að leggja minnisblað fyrir á næsta fundi.

2.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Möguleg staðsetning fyrir lokað, girt svæði til geymslu á númeralausum bifreiðum.
Frestað til næsta fundar.

3.Landgræðsluáætlun 2021 -2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2021050022

Landgræðslan óskar, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, eftir umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og umsögn um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar á fundi sínum þann 27. maí 2021
Frestað til næsta fundar.

4.Skógrækt 2021-2031 og drög að landsáætlun ásamt umhverfismati áætlunar - 2021050048

Hrefna Jóhannesdóttir f.h. Skógræktarinnar, óskar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Tilefni mótunar nýrrar stefnu, landsáætlunar í skógrækt, byggir á 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Þar segir: Ráðherra gefur út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.

Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Skiptar skoðanir voru meðal aðila í verkefnisstjórn áætlunarinnar sem leiddi til þess að samið var minnihlutaálit. Það er að finna á sama stað og er einnig hægt að skila inn athugasemdum um það.

Nánari upplýsingar og skjöl til umsagnar er að finna á heimasíðu Skógræktarinnar, sjá: https://www.skogur.is/is/nyskograekt/landsaaetlun-i-skograekt/landsaaetlun-i-skograekt/drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt-2021-2025

Umsagnarfrestur er til 18. júní 2021.
Frestað til næsta fundar.

5.Ákall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni - 2021050046

Lagður fram tölvupóstur Péturs Halldórssonar, f.h. Skógræktarinnar og Landgræðslunnar, dags. 10. maí 2021, ásamt fylgigögnum, þar sem skorað er á sveitarfélög að taka Bonn-áskoruninni, sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu skóga.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar á 1153. fundi sínum sem fram fór þann 17. maí 2021.
Frestað til næsta fundar.

6.Umhverfissjóður sjókvíaeldis - 2018010071

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Önnu Finnbogadóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 20. maí 2021, þar sem kynnt er úttekt á Umhverfissjóði sjókvíaeldis, sem fylgir með í viðhengi. Meðfylgjandi er jafnframt frétt sem Vestfjarðastofa hyggst birta um sjóðinn.

Á 1155. fundi bæjarráðs þann 31. maí 2021 var málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar.
Frestað til næsta fundar.

7.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060

Á 1155. fundi bæjarráðs þann 31. maí 2021 mættu Jóhann Birkir, Hildur Dagbjört og Gísli Eiríksson til fundar við til umræðu um mögulega gróðursetningu á Hafrafellshálsi, auk annarra mála tengdum skógræktarmálum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að kalla eftir uppfærðri tímaáætlun frá Ofanflóðasjóði, um að afmá veginn eins og fyrirhugað er.

Bæjarráð vísaði málinu jafnframt til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Frestað til næsta fundar.

8.Aspir á Þingeyri, við Aðalstræti - 2021060020

Gerður Matthíasdóttir, Þingeyri, óskar eftir snyrtingu og fjarlægingu á öspum við Aðalstræti á Þingeyri sem eru á opnu svæði bæjarins. Fylgigögn eru myndir og samþykkt um verndun trjá í Ísafjarðarbæ.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?