Umhverfis- og framkvæmdanefnd

105. fundur 11. maí 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

Vegna breytinga á samþykkt um búfjárhald
Kynntar tillögur að breyttri samþykkt um búfjárhald.

2.Hænsnahald við Smiðjugötu, Ísafirði. Umsókn um leyfi fyrir 10 íslenskar hænur - 2021040041

Valur Brynjar Andersen, Smiðjugötu 8 á Ísafirði, sækir um leyfi til hænsnahalds í þéttbýli, fyrir 10 íslenskar hænur. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn frá 14. apríl 2021. Afgreiðslu málsins var frestað á 104. fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila hænsnahald við Smiðjugötu 8 á Ísafirði skv. 5.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli.

3.Landgræðsluáætlun 2021 -2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2021050022

Landgræðslan, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, óskar eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Drög áætlunarinnar og umhverfismatsins liggja fyrir á vefsíðu Landgræðslunnar (sjá: https://landgraedsluaaetlun.land.is/ ). Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

4.Hverfisráð 2021 - fegrun bæjarkjarna sumarið 2021 - 2021020095

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 5. maí 2021, vegna óska og tillagna hverfisráða á Þingeyri, Suðureyri, Hnífsdal og efri bæjar og eyrar í Skutulsfirði, um fegrun bæjarkjarna sinna sumarið 2021, en lagt er til við nefndina að hún samþykki að tekið verði tillit til þessara óska við sumarvinnu í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og felur sviðsstjóra að vinna málin áfram fyrir græna viku sem er fyrirhuguð er í lok mánaðarins.

5.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagður fram tölvupóstur frá Sædísi Þórsdóttur f.h. Hverfisráðs Suðureyrar dags. 28 apríl 2021 vegna óska hverfisráðs um staðsetningu tjaldsvæðis á Suðureyri, ásamt tölvupósti frá Oddnýju Guðrúnu Schmidt f.h. Kvenfélagsins Ársólar á Suðureyri vegna staðsetningar ærslabelgs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að heimila fyrirhugaða staðsetningu á tjaldsvæði á Suðureyri. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að samþykkja tillögu um staðsetningu ærslabelgs á Suðureyri.

6.Tjaldsvæði Flateyrar - rekstur - 2021050025

Framlenging á samningi um leigu á tjaldsvæðinu á Flateyri.
Sviðsstjóra er falið að ganga til samninga við núverandi rekstraraðila vegna reksturs þessa árs og leggja viðauka fyrir bæjarráð.

7.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Lagður fram tölvupóstur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 6 maí 2021 sem sendur var á formann heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að vinna tillögur að verkferlum og leggja fram á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?