Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
105. fundur 11. maí 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

Vegna breytinga á samþykkt um búfjárhald
Kynntar tillögur að breyttri samþykkt um búfjárhald.

2.Hænsnahald við Smiðjugötu, Ísafirði. Umsókn um leyfi fyrir 10 íslenskar hænur - 2021040041

Valur Brynjar Andersen, Smiðjugötu 8 á Ísafirði, sækir um leyfi til hænsnahalds í þéttbýli, fyrir 10 íslenskar hænur. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn frá 14. apríl 2021. Afgreiðslu málsins var frestað á 104. fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila hænsnahald við Smiðjugötu 8 á Ísafirði skv. 5.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli.

3.Landgræðsluáætlun 2021 -2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2021050022

Landgræðslan, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, óskar eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Drög áætlunarinnar og umhverfismatsins liggja fyrir á vefsíðu Landgræðslunnar (sjá: https://landgraedsluaaetlun.land.is/ ). Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

4.Hverfisráð 2021 - fegrun bæjarkjarna sumarið 2021 - 2021020095

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 5. maí 2021, vegna óska og tillagna hverfisráða á Þingeyri, Suðureyri, Hnífsdal og efri bæjar og eyrar í Skutulsfirði, um fegrun bæjarkjarna sinna sumarið 2021, en lagt er til við nefndina að hún samþykki að tekið verði tillit til þessara óska við sumarvinnu í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og felur sviðsstjóra að vinna málin áfram fyrir græna viku sem er fyrirhuguð er í lok mánaðarins.

5.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagður fram tölvupóstur frá Sædísi Þórsdóttur f.h. Hverfisráðs Suðureyrar dags. 28 apríl 2021 vegna óska hverfisráðs um staðsetningu tjaldsvæðis á Suðureyri, ásamt tölvupósti frá Oddnýju Guðrúnu Schmidt f.h. Kvenfélagsins Ársólar á Suðureyri vegna staðsetningar ærslabelgs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að heimila fyrirhugaða staðsetningu á tjaldsvæði á Suðureyri. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að samþykkja tillögu um staðsetningu ærslabelgs á Suðureyri.

6.Tjaldsvæði Flateyrar - rekstur - 2021050025

Framlenging á samningi um leigu á tjaldsvæðinu á Flateyri.
Sviðsstjóra er falið að ganga til samninga við núverandi rekstraraðila vegna reksturs þessa árs og leggja viðauka fyrir bæjarráð.

7.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Lagður fram tölvupóstur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 6 maí 2021 sem sendur var á formann heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að vinna tillögur að verkferlum og leggja fram á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?