Umhverfis- og framkvæmdanefnd

104. fundur 27. apríl 2021 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.

Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl.

Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir.

3.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Gjaldskrá vatnsveitu 2021 lögð fram vegna leiðréttingar á afsláttarskala stórnotenda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.

4.Hænsnahald við Smiðjugötu, Ísafirði. Umsókn um leyfi fyrir 10 íslenskar hænur - 2021040041

Valur Brynjar Andersen, Smiðjugötu 8 á Ísafirði, sækir um leyfi til hænsnahalds í þéttbýli, fyrir 10 íslenskar hænur. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn frá 14. apríl 2021 og samþykkt um búfjárhald.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins á meðan unnið er að breytingum á samþykkt um búfjárhald.

5.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lagt fram minnisblað Verkís dagsett 24.03.2021 um áætlaðan kostnað við hreinsistöðvar og sameiningu útrása í sveitafélaginu, ásamt úttekt Verkís á fráveitu Ísafjarðarbæjar dags. 18.12.2021
Lagt fram til kynningar.

6.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2021020068

Kynnt drög að umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar, frá Haraldi Sigþórssyni dags. 4. apríl 2021, markmið áætlunar miðast við núllsýn "Vision Zero" þ.e. að miðað við að öllum grunnreglum sé fylgt (t.d. áfengi ekki notað og belti spennt) eigi enginn að slasast eða látast í umferðinni. Markmið um fækkun allra slysa þ.m.t eignatjón um 5% á ári. Engin börn yngri en 14 ára meiðist í umferðinni.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?