Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
103. fundur 16. mars 2021 kl. 08:10 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Umsagnarfrestur var til 11. febrúar 2020.

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0122.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni:
www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Lagt fram til kynningar.

2.Frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031

Á 1140. fundi bæjarráðs, þann 8. febrúar 2021, voru lögð fram til kynningar drög að umsögn Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2021, um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins, S-11/2021. Umsagnarfrestur sambandsins var til 8. febrúar 2021, en almennur umsagnarfrestur 23. febrúar 2021.

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gætt verði að aðstöðumun sveitarfélaga varðandi úrgangsmál.

3.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram erindi Gauta Geirssonar dags. 27.2.2021 vegna hreinsunar í friðlandi Hornstranda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.

4.Erindi er varðar reglur um dýrahald - 2020060056

Á 98. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var umhverfisfulltrúa falið að breyta reglum um búfjárhald í þéttbýli á þann hátt að 2. gr. samþykktar um fiðurfé í Fjarðabyggð verði notuð til tilsjónar við 5. gr. samþykktar um fiðurfé í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur upp fyrri bókun frá 23. júní 2020 og vísar breyttri samþykkt um dýrahald til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?