Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
100. fundur 13. október 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Kynntar eru gjaldskrár umhverfis- og eignasviðs fyrir árið 2021. Umhverfis- og framkvæmdanefnd skal taka afstöðu til gjaldskrár varðandi:
Sorpmál
Búfjáreftirlit
Fráveitu
Dýrahald
Tjaldsvæði
Vatnsveitu
Áhaldahús
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Gjaldskrár miðast við hækkun sem er ekki umfram 2,5% skv. lífskjarasamningi og vísar gjaldskrám til umræðu í bæjarráði.

2.Skógar og Horn í Mosdal við Arnarfjörð - endurheimt votlendis - 2020090060

Lagður fram tölvupóstur Einars Bárðasonar, framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, dags. 14. september 2020, þar sem óskað er eftir leyfi eða samþykki fyrir endurheimt votlendis á jörðunum Skógum og Horni í Mosdal við Arnarfjörð.

Jafnframt lögð fram aðgerðaáætlun um endurheimt votlendis, dags. 7. mars 2016, almennar leiðbeiningar um endurheimt votlendis, dags. 1. sept. 2019, og upplýsingaskjal um endurheimt votlendis, skipulag og leyfi.

Á 1122. fundi bæjarráðs þann 21. september 2020 var máli þessu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki heimilað áform á grundvelli Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem segir að „Gert er ráð fyrir því að þau svæði sem í dag eru nýtt til landbúnaðar, auk þeirra svæða sem henta vel til landbúnaðar og eru í góðum tengslum við innviði eins og vegasamband og rafveitu, verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði.“ Eins stendur þar „Með þessu er reynt að halda í verðmæti landbúnaðarjarðanna og tryggja að hægt verði að nýta góð landbúnaðarsvæði eyðijarða til landbúnaðar í framtíðinni.“

Ef áætlað er að breyta landbúnaðarlandi í votlendi, ber þá fyrst að breyta í viðeigandi landnotkunarflokk, úr landbúnaðarsvæði yfir í skógræktar- og landgræðslusvæði í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

3.Villikettir Vestfjörðum - 2020100012

Lagt fram bréf Jónu Símoníu Bjarnardóttur, f.h. stjórnar Villikatta Vestfjarða, dags. 23. september 2020, þar sem óskað er samstarfs við Ísafjarðarbæ, vegna föngunar og geldingu villikatta.

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar á 1124. fundi sínum þann 5. október sl.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir nánari kynningu á verkefni Villikatta á Vestfjörðum vegna beiðni þeirra um samstarf.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?