Umhverfis- og framkvæmdanefnd

99. fundur 22. september 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Skipulagsfulltrúi kynnir vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2021-33.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að rýna þá kafla sem fjalla um framkvæmdir og umhverfismál.

2.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram til kynningar tillaga bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020.
Á 460. fundi sínum þann 3. september sl. óskar bæjarstjórn umsagnar umhverfis-og framkvæmdanefndar á breytingu á 47. gr. bæjarmálasamþykktar.
Umhverfis- og famkvæmdanefnd telur ekki tímabært að sameina nefndir um umhverfis- og skipulagsmál á meðan endurskoðunarvinna á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar stendur yfir. Nefndarmenn óska einnig eftir að því að skipaður verði sérstakur starfsmaður fyrir nefndina.

3.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Umræður um gjaldskrár ársins 2021.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2021. Tilmælin gera ráð fyrir að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?