Umhverfis- og framkvæmdanefnd

98. fundur 23. júní 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Erindi er varðar reglur um dýrahald - 2020060056

Kynnt bréf Stígs Arnórssonar, dags. 14.6.2020 varðandir reglur um dýrahald.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að breyta reglum um búfjárhald í þéttbýli á þann hátt að 5. gr. samþykktar um fiðurfé í Fjarðarbyggð verði notuð til tilsjónar við 5. gr. samþykktar um fiðurfé í Ísafjarðarbæ.

2.Notkun á plöntuvarnarefnum í sveitarfélaginu - 2020060055

Umræður um notkun plöntuvarnaefna í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill árétta að engin lyfsseðilsskyld eiturefni eru notuð á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ. Til að halda áfram við fegrun bæjarins verður annað eitur notað í hófi eins og hefur verið gert hingað til.
Matthildur yfirgaf fundinn klukkan 9:02.

Gestir

  • Matthildur Ásta Hauksdóttir- Garðyrkjufulltrúi - mæting: 08:30

3.Endurskoðun samþykktar um hundahald í Ísafjarðarbæ. - 2020060083

Umræður um samþykkt hundahalds.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir umsögn persónuverndarfulltrúa um reglugerð um leyfi til hundahalds.

4.Endurskoðun samþykktar kattahalds í Ísafjarðarbæ - 2020060082

Umræður um samþykkt kattahalds
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir umsögn persónuverndarfulltrúa um reglugerð um leyfi til kattahalds.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?