Umhverfis- og framkvæmdanefnd

97. fundur 19. maí 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029

Jake Maruli Thompson, mastersnemi við Háskólasetur Vestfjarða í haf- og strandsvæðastjórnun, kynnir ritgerð sína sem fjallar um "Unfiltered: Sediment alterations in response to untreated wastewater emissions from a marine outfall off Ísafjörður, Iceland".
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jake fyrir kynningu á rannsóknum sínum. Nefndin hvetur líka almenning til að kynna sér efnistök og niðurstöður ritgerðarinnar.
Jake yfirgefur fundinn.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir umsagnarbeiðni frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

3.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla dags. 15. maí sl., varðandi áningastaði sem eru fyrirhugaðir til framkvæmda nú í sumar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun.

4.Vorhreinsun 2020 - 2020040035

Kynnt staða hreinsunarátaks á opnum svæðum sem er nú þegar hafið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?