Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
96. fundur 28. apríl 2020 kl. 08:10 - 09:22 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vorhreinsun 2020 - 2020040035

Lagt fram minnisblað Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa, dags. 22. apríl sl. varðandi vorhreinsunarátak 2020.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur almenning til þess að fara í tiltekt og hreinsunarátakið verði auglýst.

2.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090

Umræður og kynning á Framkvæmdaráði Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir vinnuna og fagnar silfurvottun EarthCheck á sveitarfélaginu.

3.Kattaeftirlit í Ísafjarðarbæ - 2020040040

Kynntar aðgerðir varðandi málefni villikatta í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill minna á reglur um að eigendur hafi kettina sína inni yfir varptíma fugla og sinni því að gelda sína ketti. Sveitarfélagið mun fara í átak í vor og fanga villiketti.

4.Sumarstörf ungmenna 2020 - átaksverkefni - 2020040038

Umræður um átakið og mögulegar útfærslur á verkefnum.
Sviðsstjóra er falið að vinna að mögulegum sumarstörfum fyrir háskólanema.

5.Kría í sveitafélaginu - 2020030082

Áframhaldandi umræður um kríu í sveitarfélaginu.
Umhverfisfulltrúa er falið að koma upplýsingum áfram um aðgerðir en umhverfis- og framkvæmdanefnd vill ítreka að krían er friðaður fugl.

6.Göngustígar 2020 - 2020010070

Umræður um stöðu mála í göngustígagerð.
Umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram með áningastaði við göngustígana.

Fundi slitið - kl. 09:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?