Umhverfis- og framkvæmdanefnd

94. fundur 25. febrúar 2020 kl. 08:10 - 09:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Alberta G Guðbjartsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tjöld og húsbílar innan þéttbýli Ísafjarðarbæjar - 2016020052

Umræður um lagningu húsbíla innanbæjar yfir vetrartímann.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að finna tímabundna lausn yfir háveturinn en Tæknideild er falið að vinna að varanlegum lausnum.
Hlynur yfirgefur fundinn.

Gestir

  • Hlynur Hafberg Snorrason, Yfirlögregluþjónn - mæting: 08:10

2.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lagt fram uppfærð teikning og athugasemdir frá hverfisráðum Hnífsdals, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar varðandi hugmyndir um göngustígaframkvæmdir í framtíðinni.
Umhverfisfulltrúa er falið að kostnaðarmeta hugmyndir hverfisráða fyrir næsta fund.

3.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, Verkís, dags. 21.2.2020 um rotþrær og seyru.
Umhverfisfulltrúa er falið að skoða lausnir með tilliti til urðunar.

4.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa dags. 21.2.2020 varðandi hækkun gjaldskrár fyrir sorp á móttökustöð með tilliti til hækkunar urðunargjalds og vísitöluhækkana skv. samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisfulltrúa er falið að skoða samþykktir Ísafjarðarbæjar með tilliti til gjaldskrár Terra.

Fundi slitið - kl. 09:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?