Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
94. fundur 25. febrúar 2020 kl. 08:10 - 09:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Alberta G Guðbjartsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tjöld og húsbílar innan þéttbýli Ísafjarðarbæjar - 2016020052

Umræður um lagningu húsbíla innanbæjar yfir vetrartímann.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að finna tímabundna lausn yfir háveturinn en Tæknideild er falið að vinna að varanlegum lausnum.
Hlynur yfirgefur fundinn.

Gestir

  • Hlynur Hafberg Snorrason, Yfirlögregluþjónn - mæting: 08:10

2.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lagt fram uppfærð teikning og athugasemdir frá hverfisráðum Hnífsdals, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar varðandi hugmyndir um göngustígaframkvæmdir í framtíðinni.
Umhverfisfulltrúa er falið að kostnaðarmeta hugmyndir hverfisráða fyrir næsta fund.

3.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, Verkís, dags. 21.2.2020 um rotþrær og seyru.
Umhverfisfulltrúa er falið að skoða lausnir með tilliti til urðunar.

4.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa dags. 21.2.2020 varðandi hækkun gjaldskrár fyrir sorp á móttökustöð með tilliti til hækkunar urðunargjalds og vísitöluhækkana skv. samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisfulltrúa er falið að skoða samþykktir Ísafjarðarbæjar með tilliti til gjaldskrár Terra.

Fundi slitið - kl. 09:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?