Umhverfis- og framkvæmdanefnd

93. fundur 11. febrúar 2020 kl. 08:18 - 09:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029

Umræður um þjónustu við rotþrær í sveitafélaginu með tilliti til reglugerða. Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir skýrsluhöfundi á fund nefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir minnisblaði frá Verkís með samanburði valkosta vegna losunar rotþróa í sveitarfélaginu.

Gestir

  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 08:18

2.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram erindi Gauta Geirs dags. 31.1.2020 vegna hreinsunar í friðlandi Hornstranda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.

3.Glersöfnun frá heimilum - 2019010001

Glersöfnun í sveitarfélaginu. Á árinu 2019 var safnað 1200 kg af gleri í 5 kör sem er búið að dreifa í sveitarfélaginu. Til að auka árangur leggur umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar til að glersöfnunarkörum verði fjölgað um 2 kör á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir ánægju með árangur í glersöfnun í sveitarfélaginu og samþykkir fjölgun á glerkörum.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Eftirfarandi erindi var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar af 533. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. jan., sl.
Umhverfisfulltrúa falið að skoða skýrslu með hliðsjón af lagabreytingum.

Fundi slitið - kl. 09:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?