Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Náma Dagverðardal Efnistaka og Landmótun - 2019120048
Gögn lögð fram er varða efnistöku í Dagverðardal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir frágangsáætlun samhliða nýtingaráætlun frá verktaka.
3.Rotþrær og seyra 2020 - 2020010029
Umræður um þjónustu við rotþrær í sveitafélaginu með tilliti til reglugerða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir skýrsluhöfundi á fund nefndar.
4.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053
Umræður um stöðu sorpmála
Gjaldskrár voru uppfærðar fyrir árið 2020 vegna áherslubreytinga. Terra er hvatt til að auglýsa breytingarnar og Ísafjarðarbær mun kynna þær á heimasíðu sinni.
5.Göngustígar 2020 - 2020010070
Umræður um framkvæmdir á árinu 2020.
Umhverfisfulltrúa er falið að kalla eftir hugmyndum frá hverfisráðum.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?