Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
91. fundur 26. nóvember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Geir Sigurðsson varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, formanns Hverfisráðsins í Hnífsdal, dagsettur 5. nóvember sl. Meðfylgjandi er fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember sl., og bréf vegna göngustíga, félagsheimilisins, Bakkaskjóls og Gamla barnaskólans.
Á 1082. fundi sínum 11. nóvember sl., vísaði bæjarráð beiðni um nýjan stíg í Hnífsdal til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Göngustígur, Tungudalsbotni - framkvæmdaleyfi - 2019110055

Til umræðu göngustígur við botn Tungudals á vegum Skógræktarfélags Ísafjarðar beggja megin Tunguár.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið.

3.Samþykkt um umgengni og þrifnað. - 2013120006

Umræður um samþykkt vegna lausafjármuna í þéttbýli.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í hreinsunarátak.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?