Umhverfis- og framkvæmdanefnd

91. fundur 26. nóvember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Geir Sigurðsson varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, formanns Hverfisráðsins í Hnífsdal, dagsettur 5. nóvember sl. Meðfylgjandi er fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember sl., og bréf vegna göngustíga, félagsheimilisins, Bakkaskjóls og Gamla barnaskólans.
Á 1082. fundi sínum 11. nóvember sl., vísaði bæjarráð beiðni um nýjan stíg í Hnífsdal til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Göngustígur, Tungudalsbotni - framkvæmdaleyfi - 2019110055

Til umræðu göngustígur við botn Tungudals á vegum Skógræktarfélags Ísafjarðar beggja megin Tunguár.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið.

3.Samþykkt um umgengni og þrifnað. - 2013120006

Umræður um samþykkt vegna lausafjármuna í þéttbýli.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í hreinsunarátak.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?