Umhverfis- og framkvæmdanefnd

89. fundur 22. október 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Kristján Andri mætir til fundarins kl. 8:10.

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Á 1079. fundi bæjarráðs 21. október sl., voru umræður um fjárfestingar og viðhald, og lagði bæjarráð til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að halda áfram með vinnu við áætlun í fráveitumálum.
Umhverfisnefnd telur að fyrsta skref við áætlunargerð vegna fráveitumála sveitarfélagsins sé að mynda lagnir í öllum byggðarkjörnunum. Umhverfisnefnd óskar eftir fjárveitingum á árinu 2020.
Kristján Andri yfirgefur fundinn klukkan kl. 8:55.
Tinna Ólafsdóttir mætir til fundarins kl. 8:15.

2.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umhverfisfulltrúi kynnir hugmynd um klippikort samkvæmt fyrirmynd frá Akureyrabæ.
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa í samstarfi við upplýsingafulltrúa, ásamt innkaupa- og tæknifulltrúa að leita stafrænna lausna.
Tinna Ólafsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:45.

3.Gangstéttir 2019 - 2018060075

Umræða um lagfæringar á gangstéttum fyrir árið 2020
Umhverfisfulltrúa er falið að leggja til drög að áætlun á framkvæmdkostnaði á árinu 2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?