Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

8. fundur 22. september 2020 kl. 12:00 - 12:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby byggingarfulltrúi
  • Hlynur Kristinsson forstöðumaður skíðasvæðis á Ísafirði
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lagt fram erindisbréf starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal.
Lagt fram til kynningar.

2.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Elísabet Gunnarsdóttir f.h. ArtsIceland, í samstarfi við stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar, óskar eftir að fá svæði við gamla skíðaskálann á Seljalandsdal, undir verkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ sem er útilistaverk eftir Björn Dahlem. Fylgigögn eru umsókn dags. 2. apríl 2020 og verkefnalýsing á ensku ódags. Eins er tölvupóstur og bréf frá Björn Dahlem, prófessor í Bauhaus Háskóla, Þýskalandi frá 2. júní 2020.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa ásamt starfshópi um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal í samstarfi við ArtsIceland að útfæra tillöguna að fullu, og bera þá aftur upp fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.
Listaverkið hefur ekki áhrif á vinnu nefndarinnar.
Vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal frá 05.05.2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?