Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
8. fundur 22. september 2020 kl. 12:00 - 12:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby byggingarfulltrúi
  • Hlynur Kristinsson forstöðumaður skíðasvæðis á Ísafirði
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lagt fram erindisbréf starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal.
Lagt fram til kynningar.

2.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Elísabet Gunnarsdóttir f.h. ArtsIceland, í samstarfi við stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar, óskar eftir að fá svæði við gamla skíðaskálann á Seljalandsdal, undir verkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ sem er útilistaverk eftir Björn Dahlem. Fylgigögn eru umsókn dags. 2. apríl 2020 og verkefnalýsing á ensku ódags. Eins er tölvupóstur og bréf frá Björn Dahlem, prófessor í Bauhaus Háskóla, Þýskalandi frá 2. júní 2020.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa ásamt starfshópi um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal í samstarfi við ArtsIceland að útfæra tillöguna að fullu, og bera þá aftur upp fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.
Listaverkið hefur ekki áhrif á vinnu nefndarinnar.
Vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal frá 05.05.2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?