Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
524. fundur 28. ágúst 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sólsetrið - Umsókn um lóð - 2019030102

Pálmar Kristmundsson sækir um lóð við enda Vallargötu á Þingeyri vegna framkvæmdar sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum sem Sólsetrið. Fylgigögn eru umsókn dags. 20.03.2019 og erindisbréf ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna verkefnið fyrir íbúasamtökunum Átak, jafnframt að óska álits Skipulagsstofnunar vegna mögulegrar aðalskipulagsbreytingar.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Kynntar niðurstöður úr örútboði rammasamnings vegna endurskoðunar aðalskipulags, Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur innkaupafulltrúa að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda, að uppfylltum hæfiskröfum.


Eyþór Guðmundsson innkaupafulltrúi mætti til fundar kl 08:30 og vék af fundi 08:50.

3.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lögð fram gögn vegna stígagerðar austanmegin Sundstrætis. þ.e. lóðaleigusamningar aðliggjandi lóða, ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?