Skipulags- og mannvirkjanefnd

523. fundur 14. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóðarleigusamning, Hlíðarvegur 17 - 2019070004

Sigurveig Gunnarsdóttir sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 17, Ísafirði, fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 4. júlí 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigsamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 17.

2.Umsókn um lóðaleigusamning - Hlíðarvegur 26a - 2018100048

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 507

Grímur Freyr Finnbogason sækir um lóðaleigusamning við Hlíðarveg 26a, sbr. meðfylgjandi umsókn dags. 16.10.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 26a, Ísafirði.

3.Umsókn um lóðarleigusamning, endurnýjun. Hlíðarvegur 30, 400 - 2019080014

Ketill Már Björnsson sækir um f.h. KMB ehf., endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 30, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 04.06.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Hlíðarveg 30.

4.Umsókn um stækkun á lóð, Skipagötu 15 - 2019070028

Alexíus Jónasson sækir um stækkun lóðar við hús sitt að Skipagötu nr. 15, viðbótin snýr að Tangagötu. Fylgigögn eru umsókn dags. 25.07.2019 ásamt greinargerð
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhafa að Tangagötu sbr. 44. gr. skipulagslaga.

5.Hlíðarvegur 48 - stækkkun lóðar - 2019080025

Á fundi Umhverfisnefndar 26. sept. 2001 var samþykkt stækkun lóðar við Hlíðarveg 48 á Ísafirði. Við afgreiðslu erindis var ólokið að hnitsetja lóð og staðfesta í bæjarstjórn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.

6.Umsókn um viðbótarlóð - 2019080022

Lydía Ósk Óskarsdóttir sækir um stækkun lóðar við Aðalstræti 8 Ísafirði, fylgigögn eru umsókn dags. 7. júní sl. ásamt greinargerð og uppdráttum.
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

7.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Lagt fram bréf Helgar Þorvarðarsonar f.h. Miðvíkur ehf. dags. 26.06.2019
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi.

8.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Kynnt hugmynd að kláfi upp Eyrarhlíð að Gleiðarhjalla frá Arkiteo, dagsett 9. júlí 2019.
Gögn kynnt, skipulagsfulltrúa falið að skoða málið áfram.

9.Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022

Eftirfarandi erindi var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 518
Vestfirskir Verktakar sækja um stækkun lóðar við Mávagarð A, sótt er um að stækka lóð um tvo metra til norðurs sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 05.04.2019 og undirritað erindisbréf dags. 05.04.2019, úthlutun lóðar var á 386. fundi bæjarstjórnar 06.10.2016 með eftirfarandi bókun.

Lóð A skal taka mið af nálægð hennar við íbúðabyggð. Starfsemi á lóð A skal hagað þannig að hún valdi sem minnstu ónæði fyrir aðliggjandi byggð. Vinnusvæði lóðarinnar skulu ekki vísa að íbúðabyggð og huga skal sérstaklega að ásýnd lóðarinnar næst Sundstræti. Mikilvægt er að starfsemi á lóð B og C taki einnig mið af nálægð þeirra við byggðina
Með vísan í bókun bæjarstjórnar frá fundi nr. 386, þá getur skipulags- og mannvirkjanefnd ekki lagt til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar.

10.Dagverðardalur, lóð 17. Byggingarleyfi endurnýjun - 2019030096

Framkvæmdir við sumarhús við Dagverðardal 17, hafa legið niðri í meira en tvö ár. Með vísan í gr. 2.4.5 í byggingarreglugerð hefur áður útgefið byggingarleyfi verið fellt úr gildi af hálfu leyfisveitanda.

Halldór Friðgeir Ólafsson hefur sótt um endurnýjun byggingarleyfis með umsókn dags. 2. ágúst 2019, með umsókn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá Arkiteo dags. 09.11.2018 breytingar eru gerðar með hliðsjón af hæð sumarhúss að Dagverðardal 17, sbr. áður samþykktir uppdrættir dags. 23. mars. 2012

Breytingar eru þess eðlis að hús lækkar um 1 metra, þ.e. úr 5.5 m í 4.5 m að öðru leyti er um að ræða sama útlit og efnisval og fyrirkomulag innandyra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að grenndarkynna þurfi byggingaráform með vísan í gr. 44 í skipulagslögum 123/2010
Grenndarkynna þarf byggingaráform fyrir lóðarhöfum við Dagverðardal með eftirfarandi landnr. 190755 og 223896.

11.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041

Lagðar fram tillögur frá Verkís um fyrirkomulag lóða vegna Tjarnarreits á Þingeyri, vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir reitinn.

12.Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar - 2019080020

Lagðir fram tveir tölvupóstar Óskars Arnar Gunnarssonar f.h. Landmótunar, dagsettur 9. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Vesturbyggðar 2006-2018, þ.e. breyting á íbúðarsvæði við Lönguhlíð sbr. uppdráttur frá Landmótun dags. 22.07.2019, breytingin varðar ekki hagsmuni Ísafjarðarbæjar.

Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar þ.e. breyting á landnotkun við Melanes, sbr. uppdrátt og greinargerð frá Landnmótun dags. 20.07.2019

Lagt er til við bæjarráð/bæjarstjórn að staðfesta niðurstöðu nefndar.

13.Sólfarið - Umsókn um lóð - 2019030102

Pálmar Kristmundsson óskar eftir fundi með skipulags- og mannvirkjanefnd.
Pálmar mætti til fundar kl 09:30 og kynnti verkefni um Sólfarið.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?