Skipulags- og mannvirkjanefnd

518. fundur 10. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Tannanes - fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019030108

Daði V. Ingimundarson leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi dagsetta 7. mars. sl., óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda til byggingar heilsárshúss á jörðinni Tannanes í Önundarfirði.
Fylgigögn eru fyrirspurn dags. 21.02.2019,erindisbréf dags. 07.03.2019 ásamt loftmynd.
Á jörðinni Tannanes er nú þegar skráð einbýli byggt árið 1924. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á landbúnaðarsvæði á hverri jörð ef aðstæður leyfa. Tannanes er inni á hverfisverndarsvæði H5, stærðir og útlit frístundahúsa skulu
taka mið af umhverfi, þ.e. náttúrulegu landslagi og menningarlandslagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á takmarkandi þætti s.s. að lágmarksfjarlægðir við landamerki, vatnsbakka og fornminjar eru 50m og frá stofn- og tengivegum er 100m og öðrum vegum 50m. Jafnframt er umsagnar Veðurstofu óskað varðandi ofanflóðahættu.
Fylgiskjöl:

2.Beiðni um umsögn vegna landauppskipta Selakirkjubóls / Ból 1 - 2019040003

Bændur ehf. óska eftir umsögn bæjaryfirvalda vegna uppskiptingar og sölu lóðarinnar Ból 1 úr lögbýlisjörðinni Selakirkjuból 1. Með vísan í 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er óskað eftir umsögn vegna fyrirhugaðra landaskipta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við sölu jarðarparts og leggur til við bæjarsjórn að uppskipti lands verði samþykkt.

3.Hafnarstræti 4 - Óleyfisframkvæmd - 2019030104

Kynnt bréf byggingarfulltrúa dags. 01.04.2019 vegna framkvæmda við Hafnarstræti 4, Ísafirði.
Gögn kynnt.

4.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Kynnt bréf til Miðvíkur, þ.e. svar við bréfi dags. 22.02.2019, kynnt bréf til eigenda Ólafshúss og til eigenda jarðarinnar Látra í Aðalvík.
Gögn kynnt

5.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Kynnt verkefnalýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. okt. 2018 var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt greinargerð dags. okt. 2018. Samhliða var auglýst nýtt deiliskipulag skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar skipulagsins fela í sér að svæðinu við Naustahvilft er breytt í útivistarsvæði og í gegnum deiliskipulag gerð grein fyrir aðkomu, bílastæðum og göngustíg. Lögð eru fram uppfærð gögn til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun, breytingar á gögnum eru m.a. að orðið tillaga er tekið út og dagsetning uppfærð, að öðru leiti voru ekki gerðar neinar efnislegar breytingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja deiliskipulagsuppdrátt með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar skipulagsins fela í sér að svæðinu við Naustahvilft er breytt í útivistarsvæði og í gegnum deiliskipulag er gerð grein fyrir aðkomu, bílastæðum og göngustíg. Lögð eru fram uppfærð gögn til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun, breytingar á gögnum eru m.a. að orðið tillaga er tekið út og dagsetningar uppfærðar, að öðru leiti voru ekki gerðar neinar efnislegar breytingar.

7.Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022

Vestfirskir Verktakar sækja um stækkun lóðar við Mávagarð A, sótt er um að stækka lóð um tvo metra til norðurs sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 05.04.2019 og undirritað erindisbréf dags. 05.04.2019
Erindi frestað.

8.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram.

9.Tankurinn - Þingeyri - 2019040026

Kynntur tölvupóstur Pálmars Kristmundssonar dags. 02.04.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að mögulega þarf að gera breytingar á deiliskipulagi, m.t.t. skilgreiningar verkefnisins. Nefndin vísar erindi til frekari umræðna í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?