Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
516. fundur 13. mars 2019 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Þann 6. september 2018, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman og tók fyrir mál nr. 116/2016, þ.e. kæra vegna meintra óleyfisframkvæmda á Látrum í Aðalvík.

Í samræmi við úrskurð nefndarinnar, voru send bréf dags. 18. jan. 2019 á Friðrik Hermannsson og Miðvík ehf., gefinn var fjögurra vikna andmælafrestur vegna fyrrgreindra bréfa. Andmæli bárust í pósti frá Miðvík ehf. móttekið af hálfu Ísafjarðarbæjar 25. feb. 2019, andmæli bárust einnig í tölvupósti dags. 27. febrúar 2019 ásamt viðhengjum, frá Bárði Gísla Hermannssyni f.h. eigenda Sjávarhúss.

Greinargerð Miðvíkur ehf. er þríþætt, þ.e. ósk um endurupptöku máls Sjávarhússins á grundvelli nýrra gagna. Jafnframt er gerð krafa um að smáhýsin á Látrum verði fjarlægð, jafnframt er óskað eftir frekari gögnum.
Byggingafulltrúa falið að svara í samráði við bæjarlögmann.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?