Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
506. fundur 10. október 2018 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Fjarðargata 12, Þingeyri - 2018100018

Íris Ósk Sighvatsdóttir sækir um lóð f.h. Flosason ehf. við Fjarðargötu 12, Þingeyri. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 11. september 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Flosason ehf., fái lóð við Fjarðargötu 12, Þingeyri, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

2.Tunguskógur 51 - Fyrirspurn um byggingaleyfi - 2018100009

Árni Heiðar Ívarsson leggur fram undirritaða fyrirspurn dags. 02.10.2018 um hvort heimilt sé að stækka sumarbústað við Tunguskóg 51, jafnframt eru hjálagðir uppdrættir frá Teiknistoð sem sýna núverandi útlit og fyrirhugaða stækkun sem fyrirspurnin tekur til.
Nefndin heimilar að grenndarkynna áform fyrir eigendum bústaða við Tunguskóg 55 og 42

3.Vallargata 15, Þingeyri - Umsókn um endurnýjun lóðaleigusamnings og stækkun lóðar. - 2018100020

Friðfinnur Sigurðsson óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi við Vallargötu 15, Þingeyri, jafnframt er óskað eftir stækkun lóðar. Sótt er um stækkun sem nemur 3 metrum út frá sv. hlið í átt að heilbrigðisþjónustu. Fylgigögn eru undirrituð umsókn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð deiliskipulags sem afmarkast af Brekkugötu, Vallargötu, Aðalstræti og Kirkjugötu. Tilgangur með deiliskipulagi er að afmarka lóðir Vallargötu 15, Vallargötu 7, þ.e. heilsugæslu, og jafnframt að tvær til þrjár nýjar lóðir verði stofnaðar eftir því sem skipulag heimilar.

4.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Þorgils Þorgilsson óskar eftir heimild bæjaryfirvalda f.h. Walvis ehf., til þess að gera breytingu á deiliskipulagi Flateyrarodda. Breytingar myndu fela í sér hækkun nýtingarhlutfalls lóðar við Hafnarbakka 3, þar sem byggingarmagn yrði aukið úr 351,9 fm í 510 fm.
Fylgigögn eru erindisbréf dags. 25.09.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd, leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á deiliskipulagi Flateyrarodda, þ.e. að hækka nýtingarhlutfall lóðar við Hafnarbakka 3 og stækkun byggingareits.
Fylgiskjöl:

5.Brekkugata 13, Þingeyri - Athugasemdir nágranna - 2018090039

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. sept. sl., til þinglýstra eigenda fasteignarinnar að Brekkugötu 13, Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

6.Ísland ljóstengt 2018 - 2017100045

Kynnt drög að lokaskýrslu, frá Snerpu dags. 2. okt. sl. vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2018, alls voru 26 notendur tengdir þar af 18 styrkhæfir af fjarskiptasjóði.
Gögn kynnt.

7.Núpur - Staðfesting makaskipta og landauppskipta við Núp í Dýrafirði. - 2018100022

Magnea V. Svavarsdóttir óskar eftir því við bæjaryfirvöld f.h. Ríkiseigna, að makaskiptasamningur sem var gerður 12.01.2006, milli þáverandi eigenda jarðarinnar Núps þ.e. eftirfarandi landnúmer 140795 og Ríkissjóðs Íslands. kt. 540269-6459 verði samþykktur af hálfu bæjaryfirvalda. Óskað eftir samþykki bæjarstjórnar á landaskiptunum ásamt lausn úr landbúnaðarnotum þ.e. 9.5 hektara spilda með landnúmer 140979, sem kom í hlut Ríkissjóðs Íslands við framangreind makaskipti, út úr jörðinni Núpur með eftirfarandi landnr. 140975.
Fylgigögn eru erindisbréf frá Ríkiseignum dags. 8. okt sl, undirrituð yfirlýsing landeigenda dags. 1. júlí 2018. Hnitsettur uppdráttur dags. 1. okt. 2018 vegna þess lands sem skipt er út. Makaskiptasamningur dags. 12.01.2006 ásamt fylgiskjali 1 og 2. Tölvupóstur Sigríðar Eysteinsdóttur dags. 19.07.2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja makaskiptasamning dagsettan 12.01.2006 milli þáverandi eigenda jarðarinnar Núps 140795 og Ríkissjóðs Íslands Núverandi eigendur hafa staðfest makaskipti með nýrri yfirlýsingu dags. 1. júlí 2018. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að heimila að hlut Ríkiseigna verði veitt lausn úr landbúnaðarnotum.

8.Umsókn um stöðuleyfi - SRG Múrun ehf. - 2018100023

Sigurður R. Guðmundsson sækir um stöðuleyfi f.h. SRG Múr ehf. vegna tveggja gáma við Suðurtanga. Fylgigögn eru undirrituð umsókn og loftmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Strenglagning í Dagverðardal - 2018080044

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá fundar nr. 504. Orkubú Vestfjarða ohf., sækir um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar í Dagverðardal. Fyrirhuguð lega strengs mun vera lögð frá spennistöð OV í Dagverðardal að fyrirhuguðu stöðvarhúsi Úlfsárvirkjunar í dalnum. Strengurinn mun vera plægður í vegöxl gamla vegarins upp á Breiðadalsheiði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 24.08.2018. Lagður er fram nýr uppdráttur dags.08.10.2018 ásamt heimild Vegagerðar þ.e. tölvupóstur dags. 08.10.2018 ásamt ljósmyndum af hluta lagnaleiðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 - 1805018F

27. fundur byggingafulltrúa lagður fram
  • 10.1 2018030082 Vaðlar umsókn um byggingarleyfi - Fjós
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 499 þann 23.05.2018 voru byggingaráform samþykkt, vegna viðbyggingar við núverandi fjós að vöðlum. Útgáfa byggingaleyfis er háð því að skilyrðum gr. 2.4.4. byggingareglugerðar 112/2012 séu uppfyllt.
  • 10.2 2018050022 Umsókn um byggingarleyfi - Fjarðarstræti 27a
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2000
  • 10.3 2018050056 Umsókn um byggingarleyfi bogahýsi Kristján Gunnarsson
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Með umsókn um byggingaleyfi þarf að skila inn gögnum skv. gr. 2.4.1 í byggingareglugerð 112/2012, erindi frestað.
  • 10.4 2018050055 Umsókn um byggingarleyfi Bogahýsi Björgunarsveitin Dýri
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Umsókn kallar á breytingu á deiliskipulagi, þar sem byggingarreitur gerir ekki ráð fyrir umræddu byggingamagni innan lóðar.
  • 10.5 2018030084 Umsókn um byggingaleyfi - Hafnarbakki 8
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Byggingaráformin eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 10.6 2018050026 Brimnesvegur 2 - Umsókn um byggingaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Byggingaráformin eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 10.7 2018050028 112 Neyðarlínan - Fjarskiptamastur, Flateyri
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Erindi frestað, óskað er eftir frekari gögnum.
  • 10.8 2018040031 Umsókn um byggingarleyfi - Dagverðardalur 5
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 10.9 2018060017 Seljalandsvegur 87 - Fyrirspurn um byggingaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið, erindi er vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013
  • 10.10 2018060013 Fyrirspurn um byggingarleyfi Gamla spýtan
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 27 Lóðaúthlutun Gömlu Spýtunnar var afgreidd í bæjarstjórn þann 02.03.2017 með eftirfarandi bókun, Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla Spýtan, fái lóð Við Æðartanga nr.12 Ísafirði skv. umsókn með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

    Með vísan í úthlutunarreglur Ísafjarðarbæjar gr. 3.4. þá er lóðaúthlutun fallin úr gildi. Umsækjandi þarf sækja um lóð að nýju eftir að hún hefur verið auglýst.

    G.r. 3.4
    Byggingarfrestur á lóð eða byggingarsvæði er 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest af bæjarstjórn. Byggingarfrestur er sá tími sem lóðarhafi hefur til að fá byggingarleyfi skv byggingarreglugerð ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni. Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðarúthlutunin úr gildi. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ. Greiði lóðarhafi ekki gjaldið skv. a lið 7. gr. sömu samþykktar fellur lóðarúthlutun úr gildi.

    Þetta tilkynnist hér með.

11.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 - 1807004F

28. fundur byggingafulltrúa lagður fram
  • 11.1 2018060011 Umsókn um byggingarleyfi Dynjandi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Erindi frestað. Óskað er eftir heimild landeigenda, vegna umræddra húsa. Jafnframt er ósamræmi milli deiliskipulags og byggingarleyfisumsóknar. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
  • 11.2 2017100070 Umsókn um byggingarleyfi - Dægradvöl
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 11.3 2018050028 112 Neyðarlínan - Fjarskiptamastur, Flateyri
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 11.4 2018070011 Spennir við lóð Hnífsdalsvegar 29
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Erindi er samþykkt, út frá innsendum gögnum.
  • 11.5 2018070005 Fífutunga 1 - Endurnýjun byggingaleyfis
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 11.6 2018030078 Umsókn um byggingarleyfi - Úlfsá stöðvarhús
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28
  • 11.7 2018050045 Umsókn um byggingarleyfi - Kaplaskjól Reiðhöll
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 28 Gera þarf betur grein fyrir í byggingarlýsingu eftirfarandi með vísan í liði b, i, l og n í gr. 4.3.9 í byggingarreglugerð 112/2012

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?