Skipulags- og mannvirkjanefnd

502. fundur 06. júlí 2018 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu liðar nr. 1

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegna rannsóknarborana í Kirkjubólshlíð - 2018060084

Verkís hf. fyrir hönd Vegagerðarinnar óska eftir leyfi til rannsóknarborana á tveimur stöðum í Kirkjubólshlíð. Annars vegar gengt við þverun Skutulsfjarðar og hins vegar neðan Naustahvilftar. Fylgigögn er erindisbréf frá Verkís dags. 28.06.2019 ásamt ódagsettri verklýsingu.
Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir að veita heimild fyrir borun gegnt þverun Skutulsfjarðar, nefndin getur ekki heimilað borun neðan Nausthvilftar, og leggur til að nýtt borstæði verði valið með hliðsjón af gangnamunna í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020

Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.

2.Strenglagning um Kirkjubólshlíð - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2017070030

Eftirfarandi erindi var áður tekið fyrir á fundi nefndar nr. 480, þann 12.07.2017, Orkubú Vestfjarða hefur tekið tillit til bókun nefndar frá fundi nr. 480 og breytt lagnaleið í samræmi við fyrri bókun, og leggur fram nýja umsókn um lagningu rafstrengs meðfram Kirkjubólshlíð og niðurrif núverandi loftlínu. Um er að ræða c.a. 2 km. kafla þar sem rafstrengur verður plægður hluta leiðarinnar í gamla veginn meðfram ljósleiðaralögn Mílu en aðrir hlutar leiðarinnar meðfram veginum. Fylgigögn með umsókn eru eftirtalin gögn þ.e. umsögn Minjastofnunar dags. 6. apríl 2017, uppdráttur frá OV, dags. 06.06.2018 sem sýnir fyrirhugaða lagnaleið, samkomulag við landeigendur Fremri Húsa dags. 10. júlí 2017, samkomulag við landeigendur Heimabæjar undirritað ódags., samkomulag við landeigendur Ytri Húsa dags.19. júní 2017, umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 8.júní 2018 og heimild Vegagerðar dags. 25.06.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt meðfylgjandi umsókn og gögnum.

3.Útivistarsvæði í Karlsárlundi - 2017090020

Lagt fram fyrir hönd Rotaryklúbbs Ísafjarðar, tölvupóstur og teikning dagsett 6.9.2017 frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur um útivistarsvæði í Karlsárlundi. Erindi var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 483 þar sem nefndin velti fyrir sér aðkomu og bílastæðamálum.
Lagður er fram nýr uppdráttur þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum utan til við afleggjara upp á Seljalandsdal, einnig er gert ráð fyrir þremur stæðum neðan lundarins fyrir hreyfihamlaða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að heimila uppbyggingu svæðisins skv. meðfylgjandi uppdrætti, nefndin áréttar að öll umferð vélknúinna ökutækja að lundinum sé óheimil nema m.t.t. hreyfihamlaðra.

4.Lyngholt 2, fyrirspurn um byggingaleyfi - 2018060029

Þórhallur Snædal leggur fram fyrirspurn hvort heimilt sé að stækka bílgeymslu við Lyngholt 2, Ísafirði. Undirstöður verða staðsteyptar og útveggir og þak verða úr timbri. Fylgigögn eru fyrirspurnarblað dags. 11.06.2018 ásamt uppfærðum uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, upphaflega dags. júlí 1977.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Lyngholti 4, Kjarrholti 1 og Kjarrholti 3

5.Umsókn um byggingarleyfi - Fagraholt 13 - 2018040032

Guðjón Smári Flosason sækir um að gera breytingu á þaki við Fagraholt 13, sótt er um að lyfta bílskúrsþaki úr því að vera flatt í að vera með risi í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Fylgigögn eru umsókn um byggingaleyfi, undirritað samþykki aðliggjandi nágranna þ.e. nágranna við Fagraholt 11, 12 og 14 , og uppdrættir frá verkfræðistofu Þorbergs Þorbergssonar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skilyrðum skv. 44. gr. skipulagslaga sé fullnægt með undirrituðu samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Fagraholt 11,12 og 14. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Seljalandsvegur 87 - Fyrirspurn um byggingaleyfi - 2018060017

Jón Smári Valdimarsson leggur fram fyrirspurn dags. 5. júní 2018, um hvort heimilt sé að breyta stakstæðu geymsluhúsnæði/bílskúr við Seljalandsveg 87, í íbúðarhúsnæði.
Þegar nýtt hætumat Veðurstofu liggur fyrir verður farið í nýtt skipulag fyrir svæðið, ekki er hægt að taka afstöðu til erindis fyrr en það liggur fyrir.

7.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 6 - 2018060044

Shiran Þórisson f.h. Artic Odda sækir um lóð að Hrafnartanga 6, Ísafirði, skv. umsókn dags. 15.05.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Artic Oddi ehf. fái lóðina Hrafnatangi 6, Lóðin Hrafnartangi 6 er ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið. Ákvæði reglna Ísafjarðarbæjar um lóðaúthlutanir þ.e. gr. 3.4 tekur gildi þegar lóðin telst byggingarhæf.

8.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 500
Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson sækir um stöðuleyfi vegna gáma á lóð við Ásgeirsgötu 3, meðfylgjandi er undirrituð umsókn móttekin 30. maí og ljósmynd. Eftirfarandi var bókað, Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar umsagnar Eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar. Eldvarnareftirlit gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi. Með vísan í tölvupóst dags. 02.07.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

9.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Súpa og kleinur ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir matarvagn á horni Suðurtanga og Ásgeirsgötu. skv. umsókn sem barst í tölvupósti þann 01.06.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

10.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Vestfirskir Verktakar sækja um stöðuleyfi fyrir gáma við lóð inn á Skeiði 3. skv. umsókn sem barst með tölvupósti þann 5. júní sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

11.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Vestfirskir Verktakar ehf. sækja um stöðuleyfi vegna gáma við Kofra, þ.e. við Djúpveg
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

12.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Múr og Stimplun ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir gám við Hafnarstræti 2a, Þingeyri skv. meðfylgjandi umsókn og ljósmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

13.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Gísli Jón Kristjánsson f.h. IS-47 ehf. sækir um stöðuleyfi vegna gáma á lóð við Oddaveg 14, Flateyri. Fylgigögn eru óundirrituð umsókn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?