Skipulags- og mannvirkjanefnd

501. fundur 27. júní 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Gautur Ívar Halldórsson varamaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Lagt fram erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar.
Erindisbréf kynnt

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Með vísan í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 4.8.1. í skipulagsreglugerð 90/2013 skal ný sveitastjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurskoðun núverandi Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 nýtt aðalskipulag kemur til með að hafa gildistíma 2020 til 2032.

3.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 25. maí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um framkvæmdina ?Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ?.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði eftir fresti til að skila umsögn til 6. júlí, og óskaði jafnframt eftir tillögu að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að tillaga að matsáætlun vegna veglagningar vegna Vestfjarðarvegar (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar (63) að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ, uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.

Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

4.Aðrennslissvæði Mjólkárvirkjunar - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018060003

Gunnar Páll Eydal, sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Orkubús Vestfjarða, vegna skurðar sunnan Grímsvatns og þar með veita vatni í Borgarhvilftarlæk. Gert er ráð fyrir 400 metra löngum og 7-8 m djúpum yfirfallsskurði sunnan Grímsvatns, skurðurinn verður styttri, grynnri og talsvert mjórri en heimilt er skv. deiliskipulagi svæðisins. Einungis er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir umræddum skurði, frekari framkvæmdir bíða þar til rannsóknum á lífríki er lokið. Fylgigögn með umsókn eru erindisbéf dags. 6. júní, deiliskipulagsuppdráttur dags. 21.04.2017, bréf frá Fiskistofu dags. 24. maí 2018 og úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu.
Með vísan í bréf frá Fiskistofu dags. 24. maí 2018, þá telur skipulags- og mannvirkjanefnd að heimild Fiskistofu þurfi að liggja fyrir, vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.

5.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum - 2017010114

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. mars sl., ásamt erindi þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar sambandsins frá 23. febrúar 2018, með hvatningu til sveitarstjórna o.fl. um að kynna sér drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og senda umsögn um drögin ef talið er tilefni til.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1008. fundi sínum 5. mars sl. og vísaði til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar

6.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lögð fram frétt af heimasíðu Umhverfisstofnunar, https://www.ust.is/ sem birt var 7. júní sl., ásamt auglýsingu um friðlandið á Hornströndum frá 13. ágúst 1983 og drögum að stjórnunar- og verndaráætlun um friðland á Hornströndum, dagsettum í júní 2018. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum um drögin er til 17. júlí nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði efir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að útfæra kafla 3.12 þurfi að vera í samræmi við alþjóðasiglingareglur IMO, einnig verður að útfæra nánar fjöldatakmarkanir ferðamanna á svæðinu.

Gauti Geirsson mætti til fundar kl 08:00 og vék af fundi kl 08:20

7.María Júlía - 2018050072

Jón Sigurpálsson leggur fram nýja umsókn f.h. Byggasafns Vestfjarða vegna Maríu Júlíu, þar sem óskað er eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að taka skipið upp í fjöru neðst á Suðurtanga þ.e. önnur staðsetning en áður var lagt upp með. Meðfylgjandi er erindisbréf dags. 08.06.2018
Nefndin heimilar að María Júlía verði tekin upp í fjöru á umræddum stað sem sótt er um, framkvæmdin skal vera í samráði við hafnarstjóra og Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Einnig skal Byggðasafn Vestfjarða óska eftir heimild Siglingasviðs Vegagerðar vegna rofs á varnargarði.

8.Umsókn um lóðir - Birkitunga 2,4,6,8,10 - 2018060016

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um raðhúsalóðir við Birkilund nr.2-4-6-8-10 f.h. Einar Byggir ehf. .
Umræddar lóðir eru ekki lausar til úthlutunar með vísan í lóðalista á vef Ísafjarðarbæjar. Byggingafulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

9.Ártunga 4, umsókn um lóð - 2018050062

Hákon Hermannsson sækir um lóð við Ártungu 4, Ísafirði. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 18. maí 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hákon Hermannsson fái lóð við Ártungu 4, Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Dynjandi - Graftarleyfi - 2018050101

Umhverfisstofnun óskar eftir heimild Ísafjarðarbæjar, til þess að grafa fyrir lögnum vegna vatnssalerna, þ.e. að leiða vatn úr lindaruppsprettu að salernum. Meðfylgjandi er tölvupóstur frá Eddu Katrínu Eiríksdóttur dags. 12.06.2018 ásamt verkteikningum frá Landformi dags. 09. maí 2018.
Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir erindið með vísan í kafla 6.4 og 6.10 í greinargerð deiliskipulags við Dynjanda í Arnarfirði dags. 19. des. 2013

11.Deiliskipulag - Ofanflóðavarnir í Hnífsdal - 2018060054

Á 935. fundi bæjarráðs sem haldinn var 27. júní 2016 var óskað eftir því við Ofanflóðasjóð að hafinn yrði vinna við ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. Í svari frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í bréfi dags. 14. sept. 2016, var samþykkt að verða við framkominni ósk um að hefja undirbúning vegna ofanflóðavarna og hefja vinnu við frumathugun vegna þeirra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu vegna ofanflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal.

12.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Kynnt minnisblað Verkís hf., dagsett 14. júní 2018, varðandi uppbyggingu á knatthúsi á Torfnesi.
Lagt fram til kynningar

13.Ránargata 10 - Umsókn um vatnsheimtaug & lóðaleigusamning - 2018060015

Eigendur fasteignarinnar að Ránargötu 10, Flateyri óska eftir nýjum lóðaleigusamningi og heimtaug. Meðfylgjandi er afrit af fyrri lóðaleigusamningi og undirrituð umsókn um heimtaug.
Lagt er til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Flateyrar dags. 4. mars. 1998

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?