Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
499. fundur 23. maí 2018 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi 09:10

1.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Eftirfarandi erindi var tekið fyrir á fundi nr. 498 þann 09.05.2018, þ.e. skýrsla Verkís dags. 18.12.2017 Úttekt á fráveitu Ísafjarðarbæjar, ásamt fundargestum. Erindi var frestað.
Mælst er til að viðtakendur verði flokkaðir nánar m.t.t. vistkerfis, með mælingum og greiningum á persónueiningum. Mikilvægt er að hugað sé að því að mótuð verði stefna sem tekur á því að strandsvæði í nágrenni þéttbýlis, verði nýtt fyrir matvælaframleiðslu í framtíðinni. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið með efni skýrslunnar til að hægt sé að meta þörfina á aðgerðum í frárennslismálum.

2.Hnífsdalsvegur 13 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018050005

Þóra Guðmunda Karlsdóttir sækir um stækkun á lóð við Hnífsdalsveg 13, sótt er um 8 metra stækkun út frá na-mörkum lóðar. Fylgigögn eru lóðablað frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar dags. 07.11.2016 og umsókn dags. 24. apríl sl. Ásamt nýju lóðablaði sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu á hjall
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar skv. lóðablaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, dags. 22.maí 2018.

3.Skeiði 10 - Umsókn um lóð - 2018050044

Einar Halldórsson sækir um lóð að Skeiði nr. 5 skv. skipulagi sem samþykkt var í ágúst 1997. Lóðin er nr. 10 skv. nýju skipulagi sem er í staðfestingarferli. Jafnframt er áður úthlutaðri lóð við Skeiði skilað inn til bæjaryfirvalda með vísan í bréf móttekið 11.05.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að G.E. Vinnuvélar, fái lóð inn á Skeiði 10 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fyrri lóðarúthlutun við Skeiði 16 er felld úr gildi og verður lóðin auglýst að nýju.

4.Vallargata, Þingeyri - Fyrirspurn um lóð - 2018010124

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá fundar skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 493 þann 09.02.2018
Guðmundur Örn Guðmundsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir leggja inn fyrispurn um lóð á Þingeyri til byggingar einbýlishúss utan við Vallargötu 33.
Erindið var sent til hverfisráðs Dýrafjarðar þann maí sl., gefinn var frestur til athugasemda til 21. maí 2018 , ekki eru gerðar athugasemdir við staðsetningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.
Nefndin leggur til að stofnun lóðar verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vallargötu 33 og Aðalstræti 55, 57

5.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eftir heimild bæjarstjórnar til þess að hefja deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Eyrarskjóls
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu.

6.Vaðlar umsókn um byggingarleyfi - Fjós - 2018030082

Árni G. Brynjólfsson sækir um byggingaleyfi vegna viðbyggingar við núverandi fjós að Vöðlum. Útveggir verða staðsteyptir klætt 50 mm einangrun og klæðningu. Þakvirki verður byggt úr límtrésbitum sem hvíla á stálsúlum. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 22.03.2018 og aðaluppdrættir dags. 20. okt. 2017 frá Tækniþjónustunni ehf.
Ekkert deiliskipulag er í gildi, erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna byggingaráform með vísan í 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga, þar sem framkvæmdin hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en landeiganda.
Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2000

7.Tilkynning um framkvæmd í C flokk - Ljósleiðaralagning Dýrafjörður - 2018050059

Björn Davíðsson óskar eftir því fyrir hönd Snerpu ehf. að bæjaryfirvöld taki afstöðu til framkvæmdar í Dýrafirði, þ.e. hvort framkvæmdin sé skuli háð mati á umhverfisáhrifum m.t.t. framkvæmda í flokki C skv. viðauka í lögum um umhverfisáhrif 106/2000. Þar sem fyrirtækið ætlar að fara í ljósleiðaralagningu. Fyrirtækið hyggst leggja streng í þremur áföngum þ.e. í fyrsta áfanga á milli Mýrarholts og Fells þ.e. 480, annar áfangi er plæging á Núpsjörð samtals 703 metrar ásamt heimtaugum, í þriðja áfanga er plæging á milli Gemlufalls og Höfðaodda og fram í Hjarðardal, í þessum áfanga er gert ráð fyrir heildarlengd 4050 metrar. Samtals eru stofnstrengir á landi 6.888 metrar, því til viðbótar er sæstrengur um 1600 metrar. Heildarlengd er því 8588 metrar. Fylgigögn eru eftirfarandi þ.e. erindisbréf til skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 15. maí 2018, lagnaleyfi Vegagerðar dags. 13. apríl 2018, heimild Ríkiseigna vegna Núps og heimild landeigenda við eftirtaldar jarðir þ.e. Fell, Mýrar, Gil, Fremstuhús, Höfði, Meiri Garður, Gemlufall, Neðri Hjarðardalur og Fremri Hjarðardalur.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila,. Niðurstaða nefndarinnar er að strenglagning ljósleiðara í Dýrafirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?