Skipulags- og mannvirkjanefnd

495. fundur 21. mars 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þingeyri, könnun og hönnun sumarið 2016 og 2017, ítalir og Yasuaki - 2016090041

Lagt fram bréf Wouters Van Hoeymissen f.h. Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, dagsett 8. mars sl., þar sem óskað er eftir leyfi bæjarstjórnar til að skilgreina tiltekið svæði fyrir innan Sjávargötu 14 sem útivistarsvæði, garð eða opið svæði.
Á 1009. fundi bæjarráðs 12. mars sl., lýsti bæjarráð yfir miklum áhuga á verkefninu, en vísaði umræðu um staðsetningu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lögð fram skýrsla Verkís dags. 18.12.2017 þ.e. úttekt á fráveitu Ísafjarðarbæjar.
Skýrsla lögð fram, óskað er eftir að skýrsluhöfundur mæti á næsta fund.

3.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Deiliskipulaguppdráttur og greinargerð dags. 24.05.2016 vegna frístundasvæðis F25 við Sandasker í Dýrafirði var var kynnt á vinnslustigi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 23. feb 2018 til og með 16. mars 2018, umsagna var jafnframt óskað frá eftirtöldum aðilum. þ.e. Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjastofnun, Veðurstofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum þ.e. Minjastofnun dags. 26.02.2018, Veðurstofu 01.03.2018, Umhverfisstofnun 13. mars 2018, og frá Vegagerð í tölvupósti dags.16.03.2018
Ekki komu ábendingar eða athugasemdir frá almenningi á kynningartímabili.
Vegagerðin áréttar í sinni umsögn að lega vegarins verði í samræmi við hönnunarreglur og leiðbeiningar Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun kallar eftir því að umsagnar stofnunarinnar verði óskað áður en framkvæmdir hefjast.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. 24.05.2016 verði auglýst óbreytt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Naustahvilft, tillaga á vinnslustigi dags. desember 2017, í Skutulsfirði ásamt deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð dags. des 2017 voru kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 22.02.2018 til og með 16.03.2018 umsagna var óskað frá eftirtöldum aðilum þ.e. Isavia, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrfræðistofnun, og Veðurstofu.
Umsagnir bárust frá Isavia dags. 26.02.2018, Veðurstofu 27.02.2018, Minjastofnun 26.02.2018 og með tölvupósti frá frá Náttúrufræðistofnun Íslands, ekki voru gerðar athugasemdir í umsögnum. Ekki bárust aðrar umsagnir eða athugasemdir.
Lagðar eru fram tillögur frá Alta að breytingu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 dags. mars 2018 og deiliskipulagtillaga og greinargerð dags. mars 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. mars. 2018 verði auglýst skv. 1 mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. mars 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5.Umsókn um byggingarleyfi -Bakki, Dýrafirði - 2018020018

Jóhann Birkir Helgason sækir um byggingaleyfi f.h. Vestinvest ehf. Sótt er um heimild til þess að reisa geymsluhúsnæði á jörðinni Bakka í Dýrafirði. Gert er ráð fyrir staðsteyptum undirstöðum og burðarvirki úr límtré. Fylgigögn eru aðaluppdrættir frá Verkís dags. 25.01.2018 undirrituð umsókn dags.18.03.2018 og gátlisti vegna aðaluppdrátta. Einnig er óskað heimildar til þess að afskrá svínahús þ.e. matshluti nr. 090101
Byggingaráform samþykkt, jafnframt heimilað að afskrá matshluta nr.090101 þ.e. svínahús.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Endurnýjun lagna við Pollgötu - 2018030079

Orkubú Vestfjarða Ohf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna við Pollgötu, um er að ræða bæði hitaveitulagnir og 11 kW rafstrengi. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af lagnaleið og skurðsnið frá OV. dags. 24.01.2018 og undirrituð umsókn dags. 19.03.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis, framkvæmdir skulu unnar í nánu samráði við Tæknideild.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?