Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
493. fundur 07. febrúar 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagstofnunar, dagsett 24. janúar sl., ásamt tilkynningu um allt að 700 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi Hábrúnar í Skutulsfirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1003. fundi sínum 29. janúar sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni.
Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert.
Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat.
Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.

2.Brekkugata 5 -umsókn um stækkun á lóð - 2017120006

Trésmiður ehf. sótti um stækkun lóðar að Brekkugötu 5, Þingeyri, þann 23. nóv. 2017, erindið var grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Fjarðargötu 10a, Fjarðargötu 8 og Brekkugötu 1, 10a gefinn var fjögurra vikna frestur til athugasemda frá og með 27.12.2017 til og með 27.01.2018
Ekki voru gerðar athugasemdir við erindið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar.

3.Vallargata, Þingeyri - Fyrirspurn um lóð - 2018010124

Guðmundur Örn Guðmundsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir leggja inn fyrispurn um lóð á Þingeyri til byggingar einbýlishúss utan við Vallargötu 33 sem væntanlega yrði Vallargata 35. Fylgigögn eru fyrirspurnarblað dags. 29.janúar 2018 og skjáskot af kortavef já.is sem sýnir fyrihugaða staðsetningu.
Erindi frestað, byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Skrúður þjónustuhús - 2017100047

Ríkiseignir hafa lagt fram fyrirspurn í tölvupósti dags.26.01.2018 um hvort bæjaryfirvöld hafi áhuga fyrir því að land umhverfis Skrúð verði framselt til Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, byggingafulltrúa falið að óska frekari gagna.

5.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar við frístundahúsasvæði merkt F25 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 var send til eftirtalinna umsagnaraðila þ.e. Skipulagsstofnunar dags. 27.09.2017, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 22.09.2017, Minjastofnunar Íslands dags. 28.09.2017 og Veðurstofu 26.09.2017. Í umsögnum Veðurstofu, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða er kallað eftir deiliskipulagstillögu og greinargerð til frekari umsagna.
Félagið Valdisól hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Sandsker dags.24.05.2016 og greinargerð dags. 24.05.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að deiliskipulagstillaga verði kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og frekari umsagna verði óskað.
Fylgiskjöl:

6.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

Á 492. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var eftirfarandi erindi tekið fyrir.
Karl Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda f.h. 3X - Tecnology um hvort fyrirtækinu sé heimilt að gera breytingu á deiliskipulagi Sindragötu 5-7 þar sem byggingarreitur á lóð 5 er stækkaður og nýtingarhlutfall er hækkað úr 0.7 í 1. Fyrirtækið hyggur á stækkun vegna vaxandi umsvifa og áformar að stækka tengibyggingu á milli Sindragötu 5 og 7, jafnframt stækka húsið að Sindragötu 5 í átt að Sundabakka, þar sem byggingarlína yrði samsíða byggingarlínu Sindragötu 3 og kemur til með að mynda heildstæða götumynd. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. jan. 2018 og erindisbréf dags. 22.01.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindi til hafnarstjórnar. Hafnarstjórn bókaði eftirfarandi: Hafnarstjórn setur sig ekki upp á móti framkvæmdinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila 3X-Technology að hefja deiliskipulagsvinnu við Sindragötu 5-7

Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Walvis ehf. - 2017080048

Walvis ehf. óskar eftir heimild til að reisa þakvirki og klæða á milli gámaeininga sem staðsettar verða á lóð við Hafnarbakka 3. Meðfylgjandi er afstöðumynd- og erindisbréf undirrituð af Einar Erni Björnssyni. Um er að ræða lausn sem ætluð er til skamms tíma til þess að skýla körum og veiðarfærum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi, þar sem umrædd framkvæmd samræmist ekki skipulags- og byggingarreglugerð.

8.Fyrirspurn - Gautur Ívar Halldórsson fyrirspurn um land til afnota. - 2017010031

Gautur Ívar Halldórsson
Leggur fram fyrirspurn um tvo valkosti þ.e. A og B, skv. fyrirspurnarblaði dags.02.02.2018.
Valkostur A snýr að deiliskipulagsgerð vegna 6 sumarhúsa í Dagverðardal skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Að bæjaryfirvöld heimili honum að leggja fram deiliskipulag fyrir lóðirnar og fái lóðum úthlutað formlega og gerðir verði lóðaleigusamningar við fokheldi.
Valkostur B að gerður verði afnotasamningur um umrætt landsvæði, lagt verði til deiliskipulag og fallið verði frá gatnagerðargjöldum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram út frá valkosti B.

9.Umsókn um styrk - Verndarsvæði í byggð - 2017100040

Lagðar fram umsóknir Ísafjarðarbæjar til Minjastofnunar Íslands um verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk f.h. Ísafjarðarbæjar vegna tveggja umsókna til Minjastofnunnar
Gögn lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?