Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
486. fundur 25. október 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Jón Kristinn Helgason varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 27. september sl., þar sem svæðisskipulagstillaga og umhverfisskýrsla er send til kynningar og umsagnar.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 990. fundi sínum, 9. október sl., og vísaði til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að sveitarfélögin Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð hafi tekið sig saman um gerð svæðisskipulags. Skýrslan er vel uppsett og skilmerkileg.
Nefndin vill þó benda á að betur mætti gera grein fyrir tengslum og samstarfi til framtíðar við aðliggjandi sveitafélög. Þá er ekkert minnst á umhverfisvottun Earth Check sem öll níu sveitafélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að vinna að og hefur vottun nú þegar fengist fyrir árið 2015.
Hjálagt er minnisblað byggingafulltrúa dags.24.10.2017

2.Umsókn um lóð - Aðalgata 45b - 2017100010

Sigurjón Andri Guðmundsson sækir um lóðina Aðalgata 45, Suðureyri. Áform eru um að nýta lóðina undir bílskúr. Fylgigögn eru eftirfarandi þ.e. undirrituð umsókn dags. 25. september 2017 ásamt ljósmyndum.
Erindi frestað.

3.Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

Lagt fram til kynningar, tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Tunguskeið, frá Verkís hf. dags. 20 október.
Breytingar snúa að hækkun nýtingarhlutfalls úr 0.2 upp í 1,0 á lóðum. Götuheiti löguð ásamt því að stórri iðnaðarlóð við Bónus er skipt upp í þrjár minni lóðir og byggingareitir stækkaðir.
Lagt fram til kynningar.

4.Afnot af túni í Engidal - 2017100011

Lagður fram afnotasamningur af beitarhólfi sem liggur utan við við kirkjugarðinn í Réttarholti, Engidal
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að Anna Portia Specker fá afnot af beitarhólfi skv. samningi.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Fjárgirðing/Göngustígur - 2017100052

Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð göngustígar/reiðvegar ofan við Suðureyri, Ísafjarðarbæ. Fylgigögn eru eftirfarandi: umsókn dags. 20.10.2017 og yfirlitsmynd dags. 23.10.2017
Erindi frestað.

6.Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057

Marinó Hákonarson óskar eftir því f.h. Hestamannafélagsins Hendingar að lóð undir reiðhöll í Engidal verði stækkuð með vísan í tölvupóst dags. 09.10.2017 óskað er eftir því við bæjaryfirvöld að lóðin verði stækkuð sem nemur 10 metrum til norðurs.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin verði stækkuð.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?