Skipulags- og mannvirkjanefnd

485. fundur 11. október 2017 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 27. september sl., þar sem svæðisskipulagstillaga og umhverfisskýrsla er send til kynningar og umsagnar.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 990. fundi sínum, 9. október sl., og vísaði til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Erindi frestað.

2.Fyrirspurn um byggingaleyfi - Bakki, Dýrafirði - 2017100016

Verkís hf. leggur fram fyrirspurn f.h. Vestinvest ehf. um byggingaleyfi á vélaskemmu á jörðinni Bakka, Dýrafirði, landnúmer 140623.
Fylgigögn eru eftirfarandi, undirrituð fyrirspurn frá Verkís ódagsett, með verknúmer 17273 og grunnmynd dags. 2017-10-06 og útlitsmynd dags. 2015-11-13.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið óskað er eftir formlegri byggingaleyfisumsókn og bygginganefndarteikningum.

3.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19.09.2017 þar sem stofnunin gerir athugasemd við að sveitastjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna formgalla í auglýsingu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Afnot af túni í Engidal - 2017100011

Anna Portia Specker sækir um heimild bæjaryfirvalda, fyrir afnotum af túni ofan við kirkjugarðinn í Engidal, skv. tölvupósti dags. 26.09.2017 ásamt viðhengi sem sýnir umrætt svæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vinnuvegur Mjólká - 2017100019

Verkís hf. sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Orkubús Vestfjarða ohf., fyrir gerð vinnuvegar á Hófsárveitusvæði Mjólkárvirkjunar, á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Framkvæmdin er í samræmi við samþykkta breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir 3,5 km löngum vinnuvegi og tímabundnum vegslóða á svæði Hófsárveitu efri.
Fyrirhuguðum framkvæmdum er lýst í aðalskipulagsbreytingum. Fylgigögn með umsókn eru eftirfarandi
1. Undirrituðu umsókn dags. 06.10.2017
2. Erindisbréf og lýsing á framkvæmd, dags. 06.10.2017
3. Aðalskipulagsuppdráttur
4. Tilkynning til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um matsskyldu.
5. Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
6. Deiliskipulagsuppdrættir
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út á grundvelli aðalskipulags, jafnframt telur nefndin að ekki þurfi að grenndarkynna skv. 3.mgr. 44 gr. skipulagslaga, þar sem ekki er um nein grenndaráhrif á aðra hagsmunaaðila en landeiganda.

6.Oddavegur 12, Flateyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2017100012

Gísli Jón Kristjánsson sækir um lóð f.h. ÍS 47 ehf. við Oddaveg 12, Flateyri, skv. undirritaðri umsókn dags. 05.10.2017
Erindi hafnað þar sem lóðin er ætluð fyrir hreinsistöð skólps skv. deiliskipulagi.

7.Lóðaúthlutanir Ísafjarðarbæ - 2017100021

Lóðaúthlutanir í Ísafjarðarbæ, staða mála.
Umræður.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?