Skipulags- og mannvirkjanefnd

483. fundur 13. september 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Þóra Kjarval sátu fund og kynntu fundarlið nr. 1

1.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Þóra Kjarval frá ráðgjafafyrirtækinu Alta, kynna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Naustahvilftar og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið.

Óskað var eftir umsögnum og lýsing kynnt opinberlega vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Naustahvilft, skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga og deiliskipulags sbr. 1. mgr. 40. gr. sömu laga. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Isavia, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerð og Veðurstofu Íslands. Lýsing var kynnt opinberlega frá og með 12. apríl til og með 2. maí sl. Ekki voru gerðar aðrar athugasemdir né bárust fleiri umsagnir.

Lagt fram til kynningur

2.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí síðastliðinn sem starfandi bæjarstjórn, að heimila að deiliskipulag og greinargerð fyrir Torfnes yrði auglýst skv. 1. mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 jafnframt að gerðar breytingar á uppdrætti sem voru eftirfarandi þ.e. að byggingarreitur yrði stækkaður í átt að vallarhúsi. Að gert yrði ráð fyrir möguleika á tengibyggingu við vallarhús jafnframt að auglýsingin yrði kynnt sérstaklega fyrir íbúum aðliggjandi lóða við Miðtún og Seljalandsveg.
Auglýst var á eftirfarandi miðlum, vef BB, vef Ísafjarðarbæjar, í Fréttablaðinu og í Lögbirtingi, breytingar voru jafnframt grenndarkynntar íbúum við Miðtún, Sætún og Seljalandsveg.
Tvær athugasemdir bárust við deiliskipulagstillögu við Torfnes, annarsvegar í tölvupósti dags.14.08.2017 frá Val Richter f.h. Skotveiðifélags Ísafjarðar og frá eigendum fasteignarinnar að Miðtúni 10 skv. undirrituðu bréfi dags. 27.08.2017
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu og skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í minnisblaði Verkís dags. 23. ágúst 2017

3.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Á 482. fundi skipulags og mannvirkjanefndar þann 30. ágúst síðastliðinn var skipulagsfulltrúa falið að svara íbúum á grundvelli minnisblaðs dags. 25 ágúst 2017. Lagt er fram svarbréf við athugasemdum íbúa við Aðalstræti 8 og 10
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sindragötu 4, sem auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006

Á 478. fundi skipulags og mannvirkjanefndar ályktaði nefndin að ekki þyrfti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Skrúðs með vísan í 5.9.3. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013, breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjandans sjálfs.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu.

5.Kirkjuból Korpudal - Lóð undir sumarhús - 2017090031

Páll Stefánsson óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð undir sumarhús sem er staðsett á jörðinni Kirkjuból í Korpudal, landnr. 212-6108
Fylgigögn eru m.a. undirrituð umsókn dags. 24.08.2017, hnitsettur uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 15.01.2016 og afsöl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að lóðin verði stofnuð.

6.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður fram tölvupóstur Boga Kristinssonar Magnusen, skipulags og byggingarfulltrúa Árneshrepps, dagsettur 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Erindi frestað

7.Umsókn um efnistöku í Dynjandisvogi - 2017080070

Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags.07.09.2017.
Lagt fram til kynningar.

8.Útivistarsvæði í Karlsárlundi - 2017090020

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framtaki Rotaryklúbbs Ísafjarðar og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í hugmyndina, en varpar fram spurningu um hvernig bílastæðum og aðkomu yrði háttað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?