Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
482. fundur 30. ágúst 2017 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Deiliskipulagstillaga fyrir Sindragtötu 4 var auglýst skv. 1.mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, gefinn var sex vikna frestur til athugasemda, frá og með 29. júní til og með 10. ágúst. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Aðalstræti 8
Varðandi þær athugasemdir sem bárust frá íbúum Aðalstræti 8 og 10 þá telur skipulags- og mannvirkjanefnd að athugasemdir eigi ekki við rök að styðjast.

Skipulagsfulltrúa falið að svara íbúum á grundvelli minnisblaðs dags. 25. ágúst 2017 sem lagt var fram.

2.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

Hallvarður Aspelund hjá Tækniþjónustu Vestfjarða óskar eftir því fyrir hönd 3X Technology ehf. að byggingarreitur lóðarinnar að Sindragötu 7, Ísafirði, verði stækkaður.
Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins er þörf á að stækka framleiðslurými fyrirtækisins. Hugmyndir 3X eru að byggja viðbyggingu við suð-austur hlið hússins, sjávarmegin sem nái allt að 2 metrum frá götubrún. Lengd viðbyggingar nái frá andyrisbyggingu að viðmiðunarlínu við hlið Sindragötu 5.
Hæð fyrirhugaðrar viðbyggingar nái upp að neðri brún glugga á annarri hæð.
Meðfylgjandi gögn eru eftirfarandi: Erindisbréf dags. 23. ágúst og afstöðumynd frá Tækniþjónustu Vestfjarða nr. 17-1642
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum.

3.Æðartangi 16 - Umsókn um lóð - 2017080047

Guðni Ólafur Guðnason sækir um lóð f.h. Ísinn ehf. að Æðartanga nr. 22 skv. núgildandi skipulagi fyrir Suðurtanga, lóðin kemur til með að fá númerið 16 eftir breytingar á skipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 05.11.2015 meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 23.08.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ísinn ehf. fái lóð við Æðartanga 22, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

4.Sundstræti 32 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017080051

Ragnar Ágúst Kristinsson og Eiríkur Gísli Johansson íbúar við Sundstræti 32 óska eftir heimild bæjayfirvalda til þess að stækka byggingarreit vegna fyrirhugaðra svala á annarri og þriðju hæð hússins að Sundstræti 32, meðfylgjandi er undirrituð umsókn og uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða nr. 07-1152
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir samþykkt húsfélags fyrir framkvæmd.

5.Aðalgata 24, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080049

Andrzej Górecki sækir um lóð við Aðalstræti 24, Suðureyri. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 11.07.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Andrzej Górecki, fái lóð við Aðalgötu 24 skv. núgildandi skipulagi og umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

6.Stefnisgata 5, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080050

Elías Guðmundsson sækir um f.h. Fisherman ehf. um lóð við Stefnisgötu 5, Suðureyri, skv. undirritaðri umsókn dags. 16. ágúst 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Fisherman ehf. fái lóð við Stefnisgötu 5, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

7.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Pálmar Kristmunsson óskar eftir því við bæjaryfirvöld f.h. Valdisól ehf. að skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag vegna frístundabyggðar við Sandasker, í Dýrafirði, á svæði merkt F25 á aðalskipulagsuppdrætti verði tekin til efnislegrar meðferðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að lýsing verði kynnt almenningi skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagna óskað frá Skipulagsstofnun og öðrum stofnunum v. deiliskipulagslýsingar.

8.Umsókn um stöðuleyfi - Walvis ehf. - 2017080048

Walfis ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma inn á lóð við Hafnarbakka 3, Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs og setur það skilyrði að gámar séu innan lóðamarka.
Fylgiskjöl:

9.Umsókn um óverulega breytingu á Ask 2008-2020 - 2017080052

Einar Hreinsson óskar eftir því við bæjaryfirvöld að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin felst í að jarðarinnar Sæborgar verði getið í skipulagi. Meðfylgjandi er undirritað erindisbréf dags. 24. ágúst 2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að óveruleg breyting verði gerð á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 út frá fyrirliggjandi gögnum

Magni Hreinn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu.

10.Umsókn um stöðuleyfi - Vinnubúðir Mjólká - 2017080069

Suðurverk hf. sækja um stöðuleyfi vegna vinnubúða við Mjólkárvirkjun, gert er ráð fyrir 54 herbergja búðum. Sótt er um stöðuleyfi til skamms tíma þar til deiliskipulag vinnubúða sem er í staðfestingarferli tekur gildi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir vinnubúðum þar til deiliskipulag tekur gildi.

11.Umsókn um efnistöku í Dynjandisvogi - 2017080070

Jón R. Sigmundsson, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, óskar eftir heimild til efnistöku í Dynjandisvogi. Áætlað magn er um 2000 rúmmetrar. Heimild landeiganda liggur fyrir með vísan í tölvupóst dags. 28.08.2017. Jafnframt er afstöðu bæjaryfirvalda óskað varðandi matskyldu.
Meðfylgjandi er erindisbréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 29.08.2017 og tölvupóstur frá landeiganda dags. 28.08.2017 þar sem heimild til efnistöku er gefin.
Dynjandisvogur er friðlýst svæði og jafnframt undir hverfisvernd H1, skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar, efnistakan fellur undir undir tölulið 2.04 í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum, nefndin mun taka afstöðu til umhverfismats þegar umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?