Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
476. fundur 26. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skipulags- og matslýsing, Urðunarstaður á Hóli - 2017040035

Lagt fram bréf Gísla Gunnlaugssonar, byggingarfulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar, dagsett 11. apríl sl., þar sem upplýst er að unnið sé að gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn á Hóli í Bolungarvík. Frestur til að senda inn athugasemdir um skipulags- og matslýsinguna er til 12. maí nk.

Á 972. fundi bæjarráðs, 24. apríl sl., var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við matslýsingu.

2.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

3.Umsókn um byggingarleyfi - Læknishúsið að Hesteyri - 2017030063

Hrólfur Vagnsson sækir um byggingaleyfi vegna endurbóta og breytinga á Læknishúsinu, Hesteyri. Hjálagt er umsókn dags. 08.03.2017 og uppdrættir frá Lúðvík B Ögmundssyni dags. 26.01.2017
Byggingarfulltrúa falið að afla umsagna Umhverfisstofnunar og Minjaverndar.

4.Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

Lagt fram bréf til skipulags- og mannvirkjanefndar frá Einari Hreinssyni dags. 6 apríl 2017.

Magni Hreinn Jónson vék af fundi við afgreiðslu erindis.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindi.

5.Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

Á 473. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 08.03.2017 var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Furulund í Tunguhverfi skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða.
Breytingar voru grenndarkynntar fyrir lóðarhöfum iðnaðarlóða við götu A og B ásamt ábúanda Efri Tungu, gefinn var fjögurra vikna frestur til athugasemda, frá 12. mars til 10. apríl 2017. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við grenndarkynningu.
Á grenndarkynningaruppdrátt voru gerðar leiðréttingar á götunöfnum í samræmi við bókun bæjarráðs frá fundi nr.503 þann 20.11.2006
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

6.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagt fram dómnefndarálit vegna hönnunarsamkeppni um bætta aðstöðu sundlaugar við Austurveg, dagsett í janúar 2017. Í dómnefndaráliti er gerð grein fyrir þremur vinningstillögum, einni áhugaverðri tillögu og tveimur til viðbótar sem voru í innkaupum.
Sigðurður Mar Óskarsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun.

Eftirfarandi eru athugasemdir þar sem verðlaunatillaga er skoðuð m.a. með tilliti til gildandi deiliskipulags.

Almennt:
Verðlaunatillaga leysir vel það sem lagt var upp með í forsögn samkeppninnar. Almennt er aðgengi og nýting rýmis viðunandi og margt haganlega leyst svo sem fram kemur í dómnefndaráliti.
Gildandi deiliskipulag:
Vegna lokunar Austurvegar var deiliskipulagi breytt en gildandi deiliskipulag sem nefnist Eyrin á Ísafirði - Austurvegur, var samþykkt í Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 19.06.2014. Í greinargerð gildandi deiliskipulags er talið að fjölga þurfi bílastæðum og við allar breytingar/nýbyggingar fækki bílastæðum ekki á lóðum. Einnig er ekki talið forsvaranlegt að auka byggingarmagn á lóðum án þess að séð verði fyrir hæfilegum fjölda bílastæða. Breytt nokun baklóðar Sundhallar gengur þvert á þessi ákvæði gildandi deiliskipulags og fækkar bílastæðum um 16.
Skv. gildandi deiliskipulagi er kvöð um umferð að Austurvegi 7 um lóðir Austurvegar 9 og 11. Breytt nýting Sundhallarlóðar krefst þess að umræddri kvöð verði aflétt í skipulagsferli en eigendur Austurvegar 7 eiga ríkan rétt til athugasemda enda um verulegt hagsmunamál þeirra að ræða.
Grenndaráhrif:
Með breyttri nýtingu baklóðar Sundhallar er ljóst að grenndaráhrif verða umtalsverð. Sundlaugargarður með vatnsrennibraut hlýtur að valda næstu nágrönnum ónæði. Komi til framkvæmda þarf deiliskipulagsbreytingu og er ljóst að næstu nágrannar gætu gert mjög veigamiklar athugasemdir sem taka þyrfti tillit til.
Skuggavarp:
Um staðsetningu með tilliti til sólarbirtu er ekki fjölyrt um hér en skv. skuggavarpsteikningu sem liggur fyrir er hæð skuggaútlína 1,7 metra frá jörð, en ekki liggur fyrir hver er möguleg hækkun gólfkóta pottasvæðisins. Ljóst er að sólarleysi rýrir gæði baklóðarinnar.

7.Fyrirspurn - Gautur Ívar Halldórsson fyrirspurn um land til afnota. - 2017010031

Gautur Ívar Halldórsson og Þórhallur B Snædal óska eftir því við bæjaryfirvöld að fá land til afnota til uppbyggingar frístundahúsabyggðar. Tilgreindar eru þrjár staðsetningar í Dagverðardal á uppdrætti. Hjálagt er umsókn dags. 11.04.2017 og ódags. uppdráttur af Dagverðardal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að svæði C skv. uppdrætti verði úthlutað, byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Eftirfarandi erindi var áður tekið fyrir á fundi nr. 475. þann 14.04.2017
Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga: Verkís f.h. Orkubús Vestfjarða óskar eftir því að gerðar verði óverulegar breytingar á tillögu að deiliskipulagi sem fjallað var um á fundi 475.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagsmörkum uppdrátta nr. I og II dags. 31.03.2017 við reit A. Nýir uppdrættir nr. I,II,III, og IV dags. 21.04. 2017 lagðir fram í stað uppdrátta dags. 31.03.2017

Ástæður breytinga eru vegna ábendinga Orkubús Vestfjarða til Vegagerðar, um að áformaðar vinnubúðir Vegagerðarinnar við Rauðsstaði, séu á svæði þar sem sviftivindar eru og veðurfar sé varasamt. Vegagerð fyrirhugar færslu vinnubúða úr landi Borgar við Rauðsstaði að Mjólká. Með breytingu á mörkum svæðis er hægt að gera ráð fyrir deiliskipulagi fyrir vinnubúðir Vegagerðarinnar sunnan við Mjólká. Á svæðinu voru gamlar vinnubúðir Mjólkárvirkjunar frá 1971 til 1996 og ráðgert er að nýta það rými vegna færslu á vinnubúðum Vegagerðar.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, Mjólkárvirkjun, frá Orkubúi Vestfjarða ohf. Tillagan er unnin af Verkfræðistofu Verkís, greinargerð dags. 31.03.2017 ásamt uppdrætti dags. 31. mars 2017. Samhliða breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar eru gerðar breytingar á deiliskipulagi fyrir Mjólkárvirkjun, meðfylgjandi eru greinargerð deiliskipulags fyrir Mjólká dags. 31.03.2017 og fjórir uppdrættir dags 24.04.2017. Lýsing á aðal og deiliskipulagsbreytingum fyrir Mjólkárvirkjun var auglýst frá og með 25. nóvember 2016 til og með 12. desember 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðal- og deiliskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstað, tekið hefur verið tillit til umsagna í tillögum. Skipulagstillagan var jafnframt kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki bárust athugasemdir eða ábendingar á vinnslustigi.

Niðurstaða
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að breytingar sem lagðar eru fram séu það óverulegar að ekki þurfi að kynna gögn að nýju skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Nefndin telur jafnframt að með færslu vinnubúða úr landi Rauðstaða, verði rask minna þar sem fyrirhuguð færsla vinnubúða er að Mjólká, þar sem svæðið er þegar raskað.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010 og tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9.Deiliskipulag - Rauðsstaðir - 2017040056

Vegagerðin óskar heimildar til þess að hefja deiliskipulagsvinnu vegna vinnubúða í landi Rauðsstaða í Arnarfirði. Núgildandi deiliskipulag, Dýrafjarðargöng, Rauðsstaðir, var samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 15. september 2016.

Fyrirhuguð breyting lítur að breyttu fyrirkomulagi vinnubúða vegna ábendinga landeiganda og óska verktaka.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að hefja vinnu við skipulagsbreytingu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?