Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
475. fundur 12. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sölvi Sólbergsson mætti til fundar kl 08:00 og vék af fundi 08:40

1.Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

Sölvi Sólbergsson mætir til fundar við skipulags- og mannvirkjanefnd f.h. Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.
Skipulags- og mannvirkjanefnd ræddi um skipulagsmál og framtíð svæðisins við Sölva Sólbergsson, varaformann Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.



Sölvi Sólbergsson mætti til fundar 08:00 og vék af fundi 08:40

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Orkubú Vestfjarða - 2017030108

Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu 11 kV rafstrengs frá Skeiði, Þingeyri að væntanlegum gangamunna Dýrafjarðarganga. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir efnistöku í landi Ketilseyrar, leyfi landeiganda liggur fyrir.
Fylgiskjöl með umsókn dags. 24.03.2017 eru eftirfarandi.
1. Yfirlitsmyndir lagnaleiðar í skala 1:10000 nr. R-01, R-02 og R-03 frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags.20.10.2016
2. Þversnið nr. R-04 og R-05 frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 21.10.2016
3. Staðfesting frá Náttúrustofu Vestfjarða vegna skráninga fornleifa á lagnaleið.
4. Samkomulag milli OV og Vegagerðar vegna lagningu strengs.
5. Útboðsgögn.
6. Heimild landeigenda í landi Dranga Dýrafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna lagningu 11 kW jarðstrengs Orkubús Vestfjarða , frá Skeiði, Þingeyri að væntanlegum gangamunna Dýrafjarðarganga, á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja skv. 13.gr. skipulagslaga 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Sigurður Mar vék af fundi við afgreiðslu erindis.

3.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2017030091

Lagður fram tölvupóstur Guðlaugar Vilbogadóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsettur 24. mars sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl n.k.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 969. fundi sínum, 27. mars sl., og vísaði til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að hafin verði vinna við styrkumsókn.

4.Heildarendurskoðun aðalskipulags Súðavíkurhrepps - Umsagnar óskað - 2017040004

Súðarvíkurhreppur hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitafélagsins. Fyrir liggur Skipulags- og matslýsing útg. 08.02.2017 frestur til athugasemda- og eða ábendinga óskast fyrir 02.05.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir því að samráð verði haft við Ísafjarðarbæ vegna rammahluta skipulags við Reykjanes. Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu.

5.Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006

Með vísan í bréf Einars Ísakssonar f.h. Minjastofnunar Íslands dags. 14.febrúar 2017 þá vill Minjastofnun benda á að skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði fellur undir ákvæði um friðaðar menningarminjar. Skrúður var stofnaður árið 1909 og þar með yfir 100 ára gamall og telst friðaður. Í 22. gr. laga um menningarminjar segir að friðhelgað svæði skal vera 15 metrar. Með vísan í ofangreint þarf að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

Á 473. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 08.03.2017 var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Furulund í Tunguhverfi skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða.
Breytingar voru grenndarkynntar fyrir lóðarhöfum iðnaðarlóða við götu A og B ásamt ábúanda Efri Tungu, gefinn var fjögurra vikna frestur til athugasemda frá 12. mars til 10. apríl 2017. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við grenndarkynningu.
Erindi frestað

7.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, Mjólkárvirkjun, frá Orkubú Vestfjarða ohf. Tillagan er unnin af Verkfræðistofu Verkís, greinargerð dags. 31.03.2017 ásamt uppdrætti dags. mars 2017.

Samhliða breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar eru gerðar breytingar á deiliskipulagi fyrir Mjólkárvirkjun, meðfylgjandi eru greinargerð deiliskipulags fyrir Mjólká dags 31.03.2017 og fjórir uppdrættir dags 31.03.2017.

Lýsing á aðal og deiliskipulagsbreytingum fyrir Mjólkárvirkjun var auglýst frá og með 25. nóvember 2016 til og með 12. desember 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðal- og deiliskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaðs, tekið hefur verið tillit til umsagna í tillögum.
Skipulagstillagan var jafnframt kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ekki bárust athugasemdir eða ábendingar á vinnslustigi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010 og tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Mjólká verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Suðurtangi 14 og 16 - Umsókn um lóðir - 2017040012

Jón Einar Marteinsson, f.h. Fjarðarnets hf. sækir um lóðir við Suðurtanga 14 og 16 skv. umsókn dags. 28.03.2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðum við Suðurtanga 14 og 16 verði úthlutað í samræmi við gr. 3.8 í lóðaúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar. Suðurtangi 16 verður ekki klár til notkunar fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið.

9.Sætún 12, Suðureyri - Endurbætur - 2017030034

Sighvatur Lárusson, f.h. Fjárfestingafélagsins Fletir ehf., skv. umsókn dags. 10.04.2017, sækir um leyfi til þess að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi við Sætún 10-12 Suðureyri, óskað er eftir heimild til stækkunar á byggingareit vegna viðbygginga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?