Skipulags- og mannvirkjanefnd

468. fundur 21. desember 2016 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells, í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 9. Janúar 2017
Afgreiðslu frestað til 11.janúar

Inga Steinun Ólafsdóttir vék af fundi við afgreiðslu.

2.Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

Teiknistofan Eik/Verkís leggur fram þrjár breytingartillögur fyrir nýtt deiliskipulag við Furulund og Birkilund. Lagt fram til kynningar og afstöðu nefndarinnar óskað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram út frá umræðum.

3.Fremri Breiðadalur/Þverárvirkjun - Stofnun Lóðar - 2016120024

Birkir Þór Guðmundsson, f.h. AB-Fasteigna sækir um stofnun lóðar vegna virkjunar, skv. lóðablaði dags. 29.08.2016 og samningi við Bændur ehf. sem eru landeigendur að Fremri Breiðadal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Fremri Breiðadals 2 landnr. 212073 skv. uppdrætti dags. 29.08.2016

4.Selakirkjuból / Kaldárvirkjun - Ósk um stofnun lóðar - 2016120026

Birkir Þór Guðmundsson, f.h. AB-Fasteigna, sækir um stofnun lóðar í landi Selakirkjubóls vegna Kaldárvirkjunar, skv. lóðablaði dags. 06.09.2016 og samningi við landeigenda að Selakirkjubóli 1-4, Halldór Mikkaelsson.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Selakirkjubós landnúmer 141048 skv. uppdrætti dags. 06.09.2016

5.Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003

Gunnar Sæmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám. Tilgreindar eru tvær staðsetningar á umsókn, annarsvegar við Wardstún milli Guðmundarbúðar og Aðalstrætis og hinsvegar við Suðurgötu.
Erindi var frestað á 467. fundi.
Skipulags- mannvirkjanefnd hafnar umsókn um stöðuleyfi en bendir umsækjanda á gámasvæði við Suðurtanga.

6.Umsókn um stöðuleyfi við menntaskólann - 2016120043

Daníel Jakobson, f.h. Fossavatnsgöngunnar, sækir um stöðuleyfi fyrir smáhýsi við Menntaskólann á Ísafirði skv. umsókn dags. 19.12.2016.
Um er að ræða smáhýsi vegna starfsnáms iðnema í smíðum. Húsið verður síðan flutt upp á Seljalandsdal og notað sem brautarskýli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi við Menntaskólann á Ísafirði, en umsækjanda bent á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir húsið á Seljalandsdal.

7.Seljalandsvegur 70 - Umsókn um byggingarleyfi. - 2016120044

Árni Þór Árnason sækir um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga og breytinga að innra fyrirkomulagi hússins að Seljalandsvegi 70. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og málinu því vísað til nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir byggingaráform og telur að ekki þurfi að grenndarkynna þar sem grenndaráhrif eru óveruleg.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?