Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
462. fundur 21. september 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iceland Profishing - Umsókn um stöðuleyfi - 2016090047

Róbert Schmidt sækir um stöðuleyfi fyrir 6 báta f.h. Iceland Profishing. Áætlað er að bátarnir verði í uppsátri milli Höfðastígshúsa við lónið Suðureyri. Áætlaður tími mun vera frá 15.september fram að vori.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að það þurfi að berast formleg umsókn um stöðuleyfi.

2.Verkís - Umsókn um Stöðuleyfi - 2016090049

Verkís hf., f.h. Landsnets, óskar eftir stöðuleyfi fyrir spennistöð og stjórnkerfishús við Mjólká í Ísafjarðarbæ í skv. umsókn dags. 01.09.2016 og í samræmi við teikningar C01.1.001, C01.5.001 og C01.5.002 dags. 09.01.2016. og 26.01.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, fyrir spennistöð og stjórnkerfishús við Mjólká, í Ísafjarðarbæ skv. umsókn dags. 01.09.2016. og í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.

3.Malarnám - Kubbur ehf. sækir um leyfi til efnistöku - 2016090050

Sigríður Laufey Sigurðardóttir, f.h. Kubbs ehf., sækir um leyfi til efnistöku í botni Skutulsfjarðar skv. umsókn dags. 16.ágúst og loftmynd sem sýnir efnistökustað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem umbeðinn efnistökustaður er á náttúruminjaskrá og jafnframt hverfisverndaður í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

4.Mávagarður A - Umsókn um lóð - 2016090054

Guðlaug Aðalrós f.h. Vestfirskra Verktaka ehf. sækir um lóð við Mávagarð A nr.233-6519, skv. umsókn dags. 14.09.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð A við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

5.Mávagarður E - Umsókn um lóð - 2016090053

Guðlaug Aðalrós f.h. Vestfirskra Verktaka ehf. sækir um lóð við Mávagarð E nr.233-6523, skv. umsókn dags. 14.09.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.

6.Fyrirspurn - Spurt er hvort heimilt sé að reisa sumarhús. - 2016090055

Jóhanna Gunnarsdóttir og Skúli Elíasson eru með fyrirspurn um hvort heimilt sé að reisa 25 fermetra sumarhús við Fornasel í Keldudal, Dýrafirði landnr. 213525
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að kanna þurfi hvort þörf sé á hættumati vegna ofanflóða, ásamt áliti Minjastofnunar um fornminjar í landi Fornabóls. Jafnframt þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem umrætt land er á náttúruminjaskrá.

7.Smárateigur 2 - Umsókn um lóð - 2016090056

Hlöðver Pálsson sækir um lóð við Smárateig 2 til að sameina við lóð að Smárateig 4 skv. ódagsettri umsókn. Um er að ræða stækkun lóðar við Smárateig 4.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun með fyrirvara um samþykki frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?