Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
455. fundur 27. apríl 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 10. mars 2016 til og með 22. apríl 2016. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Freyjugötu 6, sem mótmælir að lóðir hafi verið skipulagðar inn á þinglýsta lóð sem hann hefur á leigu hjá Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt að teknu tilliti til innsendrar athugasemdar og lóðir fyrir fiskihjalla sem ná inn á lóð Freyjugötu 6 verði felldar niður.

2.Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi - 2016040048

F&S Hópferðabílar ehf sækja um leyfi til þess að breyta gluggum og breyta skipulagi innanhúss, bæta við snyrtingum, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.02.2016. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni og að grenndarkynning falli niður þar sem grenndaráhrif eru óveruleg.

3.Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar á 378. fundi sínum þann 07.04.2016.
Óskað er eftir að umsækjandi skili áliti ráðherra sbr. 11. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

4.Sandar Dýrafirði, Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016040054

Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu jarðstrengs á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt er sótt um heimild landeiganda, Ísafjarðarbæjar, til að plægja strenginn í jörðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi og leyfi landeiganda til að plægja strenginn í jörðu verði veitt. Hafa skal samráð við Minjastofnun ríkisins.

5.Bakkavegur 23 - Land í fóstur - 2016040041

Kristján Loftur Bjarnason sækir um að taka spildu austanmegin við lóðina Bakkaveg 23 í Hnífsdal í fóstur. Þar hyggst hann rækta kartöflur og planta grenitrjám. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að umsækjandi taki svæðið í fóstur en hafnar ósk um að planta grenitrjám á svæðið. Mörk svæðisins verði gerð í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

6.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066

Kristín Þórunn Helgadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 7,2 fm torgsöluhús við Ísafjarðarhöfn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra. Samþykkt var að óska eftir fundi með hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar til að skoða framtíðarskipulag svæðisins með tilliti til ferðaþjónustu.

7.Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064

Plan 21 ehf. f.h. Ríkiseigna sækir um heimild til að skipta lóð Núpsskóla í 6 lóðir skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 08.04.2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum húsa á svæðinu og landeigendum Núpsjarðarinnar.

8.Oddavegur 13, Flateyri - umsókn um lóð - 2016040068

Ísfell ehf. sækir um lóðina Oddaveg 13, Flateyri fyrir nótaþvottastöð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ísfelli ehf verði úthlutað framangreindri lóð með þeim reglum sem um hana gilda.

9.Efstaból í landi Neðri-Engidals - 2016040070

Teiknistofan Eik ehf. f.h. Guðmundar Jens Jóhannssonar, sækir um leyfi til að stofna sumarhúsalóð í landi Neðri-Engidals skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum.

10.Seljalandsvegur 85 fyrirspurn um stækkun - 2016040046

Helga Hausner spyr hvort heimilt yrði að byggja við Seljalandsveg 85, skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á að heimila að sótt verði um byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu.

11.Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu - 2016040071

Daníel Jakobsson, f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf. spyr hvort heimilt yrði að byggja viðbyggingu við Hótel Ísafjörð, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Óskað er eftir frekari gögnum.

12.Umsókn um rannsóknarleyfi á vatnasviði Selár í Súgandafirði - 2016040058

Orkustofnun óskar eftir umsögn um rannsóknarleyfi sbr. bréf dags. 15. apríl 2016. Umsögn þarf að berast fyrir 6. maí nk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur gögn sem fylgdu umsagnarbeiðni það ófullnægjandi að ekki sé hægt að taka ákvörðun um rannsóknarleyfi á grundvelli þeirra og óskar eftir betri gögnum.

13.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt fram svar Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna fyrirspurnar Ísafjarðarbæjar um nauðsyn lagningar þjónustuvegar vegna ofanflóðavarna í Kubba. Bæjarráð telur að lágmarka þurfi raskið og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Jóhann Birkir starfsmaður Verkís kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að fá að sjá sambærilegar hugmyndir um kláf og gerðar hafa verið fyrir vegslóða til að bera saman lausnir.

Gestir

  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 09:50

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?