Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
446. fundur 25. nóvember 2015 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust. Lagt fram bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs dags. 30. október 2015 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Lagður fram lagfærður uppdráttur breytinga dags. 28. október 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að komið hafi verið til móts við innsendar athugasemdir að svo miklu leyti sem hægt er og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Óskað er eftir að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til nefndarinnar.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Lögð fram lýsing á endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ásamt grunni að endurskoðun.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdaleyfi - skíðasvæði Seljalandsdal - 2015110042

Ísafjarðarbær sækir um leyfi fyrir framkvæmdum á gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal, 1. áfanga, skv. uppdrætti dags. 13.11.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að framkvæmdum, 1. áfangi, verði samþykkt þar sem svæðið er innan gildandi deiliskipulags og þegar raskað. Nefndin leggur jafnframt til að hafin verði endurskoðun á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í heild. Framkvæmdin verði tilkynnt til umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.

4.Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB - Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin verði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB - Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin verði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Erindi frá Gauta Geirssyni dags. 24.03.2015 þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær í samstarfi við Ofanflóðasjóð endurskoði varnir í Kubba frá grunni með tilliti til greinargerðar sem fylgir erindinu.
Lagt fram minnisblað Veðurstofu Íslands dags. 13.10.2015 gert að beiðni formanns skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 17. nóvember 2015.

Ljóst er af minnisblaði Veðurstofu Íslands og framvindu verksins að erfitt og kostnaðarsamt yrði að breyta þeim áætlunum sem gerðar voru og þegar hafa verið framkvæmdar að hluta til með snjóflóðavarnargarði. Samþykki Ofanflóðasjóðs um að ljúka þeim framkvæmdum liggur þegar fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?