Skipulags- og mannvirkjanefnd

442. fundur 23. september 2015 kl. 08:00 - 10:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn.
Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, og 4. Minnispunktar bæjarlögmanns lagðir fram.
Í ljósi innsendra athugasemda og álits bæjarlögmanns samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ekki verði um frekari framkvæmdir að ræða á lóðinni. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjón að Framför styrktarsjóði verði boðnar bætur fyrir framkvæmdir sem byggingarleyfi var gefið út fyrir skv. kostnaðarmati Tækniþjónustu Vestfjarða og að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð.

2.Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069

Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning hefur farið fram. Engin athugasemd barst. Færa þarf raflínu sem liggur þvert yfir byggingarreit.
Dagverðardalur 11 er þegar til í Landskrá fasteigna og því ekki hægt að stofna lóðina og þarf að finna annað heiti og/eða númer fyrir hana og samþykkja lóðamörk.
Vegna annmarka á stofnun lóðarinnar samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að fresta útgáfu byggingarleyfis þar til lóðamálin hafa verið leyst.

3.Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004

Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu. Lagt fram minnisblað bæjarritara.
Afgreiðslu frestað vegna athugasemda sem hafa borist.

4.Mjósund 2 - umsókn um lóð - 2015090049

Elías Guðmundsson sækir um lóðina Mjósund 2, Ísafirði f.h. Nostalgíu ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar lóðaumsókn þar sem deiliskipulag fyrir svæðið er í endurskoðun.

5.Stefnisgata 4, Suðureyri - umsókn um stöðuleyfi fyrir fiskhjall - 2015090050

Guðmundur Valgeir Hallbjörnsson sækir um stöðuleyfi fyrir ca. 20 fm fiskihjall á lóðinni Stefnisgötu 4, Suðureyri, þar til lóðinni verður úthlutað skv. skipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi þar til deiliskipulag sem er í vinnslu hefur tekið gildi.

6.Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051

Snerpa ehf sækir um leyfi til að leggja ljósleiðara frá Holti í Önundarfirði, út í valþjófsdal, þaðan yfir Klúkuheiði og niður Ingjaldssandsdal skv. gögnum sem fylgja erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á að um óverulega framkvæmd sé að ræða. Framkvæmdin er auk þess tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna í samræmi við umsókn um framkvæmdaleyfi.

7.Mávagarður E, umsókn um lóð - 2015090066

Ice Water Sources ehf. sækir um lóðina Mávagarð E fyrir vatnsverksmiðju.
Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem kvöð er á lóðinni um að þar skuli vera olíubirgðastöð eða sambærilegur iðnaður. Erindinu hafnað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um hugsanlegar aðrar lóðir.

8.Brekka 1 og 2 lóð 1 - umsókn um stækkun lóðar - 2015090067

Valdimar Steinþórsson sækir um stækkun lóðarinnar Brekka 1 og 2 lóð 1. Meðfylgjandi er afsal og uppdráttur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?