Skipulags- og mannvirkjanefnd

435. fundur 27. maí 2015 kl. 08:00 - 11:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Rafstrengur í landi Dynjanda, frá Snjalleyri að Laugabóli - framkvæmdaleyfi - 2015050037

Orkubú Vestfjarða ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir rafstreng landleiðina frá Snjalleyri að Laugabóli í Arnarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiri háttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?