Skipulags- og mannvirkjanefnd

434. fundur 20. maí 2015 kl. 08:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

Dalsorka ehf sækir um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.
Umsögn Umhverfisstofnunar dags. 05.05.2015 lögð fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi fyrir borun á umræddum prufuholum með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum um málið.

2.Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089

Ragnheiður Hákonardóttir sækir um leyfi til að skipta lóðinni Neðri Tunga 1 í þrjá sérafnotahluti.
Lagt fram bréf Ragnheiðar Hákonardóttur eiganda Neðri Tungu 1 dags. 20 apríl 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að lóðinni verði skipt í þrjá sérafnotahluti.

3.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Erindi frá Gauta Geirssyni dags. 24.03.2015 þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær í samstarfi við Ofanflóðasjóð endurskoði varnir í Kubba frá grunni með tilliti til greinargerðar sem fylgir erindinu.
Lagt fram minnisblað Verkís dags. 04.06.2014 um hönnun þvergarðs og uppsetningu stoðvirkja - endurskoðun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að Verkís endurskoði framlögð gögn með tilliti til þess hvort hægt verði að koma fyrir lausn sem hafi minni umhverfisáhrif og viðhald.

4.Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða verulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

5.Móar, Hesteyri - endurbygging - 2014120061

Marðareyri sf sækir um leyfi til að endurbyggja húsið að Móum á Hesteyri skv. uppdráttum frá Verkís dags. 01.04.2015 .
Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar, til umsækjanda, bréf dags. 6. mars 2015 þar sem veitt er leyfi til endurbyggingarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita leyfi fyrir endurbyggingunni.

6.Hafraholt 48 - Umsókn um byggingarleyfi - 2015040044

Einar Valur Kristjánsson spyr hvort heimilað yrði að lengja bílgeymslu um 5 m skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn lóðarhöfum Hafraholts 42, 40 og 46.
Fylgiskjöl:

7.Brekkugata 54, Þingeyri - fyrirpurn um byggingarleyfi - 2015040043

Viðar Magnússon spyr hvort heimilað yrði að gera tvær íbúðir á neðri hæð í einbýlishúsinu að Brekkugötu 54 á Þingeyri skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn lóðarhöfum Brekkugötu 52 og 56.

8.Hlíðarvegur 34, Ísafirði - Umsókn um stækkun lóðar - 2015040042

Jón Rafn Oddsson sækir um stækkun lóðar skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að gera nýtt lóðablað af stækkaðri lóð, skv. uppdrætti, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

9.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Erindi bæjarráðs frá 855. fundi um að skipulags- og mannvirkjanefnd skoði kosti þess og galla að breyta Aðalgötu á Suðureyri í tvístefnugötu.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags.29. apríl 2015 ásamt uppdrætti af tillögu um aksturstefnu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt i tillöguna. Nefndin óskar eftir umsögn hverfisráðs Súgandafjarðar.

10.Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði - 2011020012

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 10. apríl 2015, móttekið 21. apríl 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 7.000 tonna aukaframleiðslu Arnarlax ehf. á laxi í Arnarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð. Í þessu tilfelli er það til mikilla bóta, en að sama skapi mikilvægt að embættismenn sem staðsettir eru í fjarlægum landshlutum, taki full tillit til þeirrar áætlunar við úthlutun á leyfum til fiskeldis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?