Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
432. fundur 15. apríl 2015 kl. 08:00 - 09:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
Starfsmenn
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

Frestað á síðasta fundi. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 23. mars 2015 lögð fram.
Afgreiðslu frestað þar sem umsögn Umhverfisstofnunar hefur ekki borist.

2.Borun eftir heitu vatni í Botni, Súgandafirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015030038

Frestað á síðasta fundi. Umsókn frá Birni Birkissyni um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.
Um er að ræða tvær borholur á röskuðu landi. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

3.Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði - viðbragðsáætlun - 2015030026

Frestað á síðasta fundi. Erindi Vegagerðarinnar dags. 3. mars 2015 þar sem farið er fram á samþykki byggingaryfirvalda Ísafjarðarbæjar á viðbragðsáætlun fyrir jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar. Jafnframt lagt fram álit slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að viðbragðsáætlunin verði samþykkt enda liggur fyrir álit slökkviliðsstjóra. Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4.Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089

Frestað á síðasta fundi. Til afgreiðslu umsókn Ragnheiðar Hákonardóttur um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir eiganda og hvernig þær samræmast upphaflegum hugmyndum um framtíð fasteignarinnar. Nefndin óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig kvaðir í kaupsamningi hafa verið uppfylltar.

5.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001

Frestað á síðasta fundi. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2015 vegna umsagna um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.

6.Sólbakki 6 - umsókn um byggingarleyfi - 2015030086

Sólbakki 6 ehf sækir um leyfi til að breyta skráningu á íbúðarhúsnæði að Sólbakka 6, Flateyri í sumarhús þar sem húsið er á snjóflóðahættusvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

7.Leyfi fyrir fornleifauppgreftri í Hnífsdal - 2015030087

Á 880. fundi bæjarráðs 31. mars sl., var erindi Kristjáns Pálssonar, sagnfræðings, dags. 24. mars sl., vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem óskað er eftir leyfi Ísafjarðarbæjar fyrir fornleifagreftri í Hnífsdal.
Skipulags-og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi Ísafjarðarbæjar sem landeiganda fyrir fornleifagreftrinum enda séu önnur skilyrði laga fyrir uppgreftrinum uppfyllt.

8.Skógarbraut b - umsókn um lóð - 2015040009

Umsókn um einbýlishúsalóð að Skógarbraut b skv. deiliskipulagi Seljalandshverfis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Björn Stefán Hallsson fái lóð b við Skógarbraut, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Erindi frá Gauta Geirssyni dags. 24.03.2015 þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær í samstarfi við Ofanflóðasjóð endurskoði varnir í Kubba frá grunni með tilliti til greinargerðar sem fylgir erindinu.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna í málinu. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 09:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?