Skipulags- og mannvirkjanefnd

426. fundur 28. janúar 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026, Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat. - 2014010001

Lagt fram að nýju bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19. desember 2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur mikilvægt að landskipulagsstefna skerði ekki skipulagsvald sveitarfélaganna. Jafnframt áréttar nefndin að hún telur mikilvægt að sveitarfélög öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

2.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004

Frestað frá síðasta fundi. Teknar fyrir fimm tillögur af deiliskipulaginu "Mjósund", Ísafirði frá Teiknistofunni Eik.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um lausnir sem koma til móts við þarfir þeirra.

3.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

Frestað frá síðasta fundi. Lögð fram greinargerð Jóns Reynis Sigurvinssonar, dags. í janúar 2015 um áhrif grunnvatnstöku úr borholum í Botnsdal á vatnsverndarsvæði Skutulsfjarðar.
Í ljósi niðurstöðu framlagðrar greinargerðar og líkleg áhrif á vatnsveitu Ísafjarðar getur nefndinn ekki fallist á borun innan vatnsverndarsvæðisins. Óskað er eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna borholu utan vatnsverndarsvæðis þar sem svæðið er á náttúruuminjaskrá.

4.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Tekið fyrir að nýju ósk um niðurrif á húsi nr. 03 0101 á Látrum (fastanúmer 226-4555) í Aðalvík, Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu. Bréf frá Lagastoð dags. 20. janúar 2015 ásamt tveimur fylgiskjölum lagt fram.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 27.01.2015 og henni falið að svara erindinu í samræmi við það í samráði við bæjarlögmann.

5.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 og 6 - 2015010089

Tekin fyrir umsókn dags. 15. janúar 2015 frá Köldukinn ehf þar sem sótt er um lóðirnar Hrafnatangi 4 og 6.
Deiliskipulag svæðisins er á lokastigi og munu lóðirnar verða auglýstar þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi.

6.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Aftur á dagskrá bréf Hverfisráðs Súgandafjarðar dags. 7. janúar 2015 vegna fyrirhugaðra breytinga á akstursstefnu á Aðalgötu, Suðureyri.
Greinargerð formanns nefnarinnar lögð fram. Formanni falið að kynna Hverfisráði Súgandafjarðar síðustu bókun nefndarinnar og hugmyndir.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?