Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050 - 2025060065
Á 7. fundi vinnuhóps um Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050, sem haldinn var þann 7. janúar 2026, var byrjað að skoða landnotkun innan Ísafjarðarbæjar og þá sérstaklega frístundasvæði.
Nú er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2026 þar sem óskað er eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar á nokkrum tillögum að breytingum á landnotkun er varða frístundasvæði, ásamt umræðum um frístundasvæði í þéttbýli og frístundabyggð á hættusvæðum.
Nú er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2026 þar sem óskað er eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar á nokkrum tillögum að breytingum á landnotkun er varða frístundasvæði, ásamt umræðum um frístundasvæði í þéttbýli og frístundabyggð á hættusvæðum.
2.Deiliskipulag Eyrarkláfur nýtt - 2025100175
Lagt fram til kynningar auglýsing um opið hús, sem haldið verður um skipulagsbreytingar og framkvæmdir vegna fyrirhugaðs Eyrarkláfs, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, mánudaginn 26. janúar 2026 kl. 17:00 til 19:00.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hvetur almenning til að kynna sér verkefnið og mæta á opið hús.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hvetur almenning til að kynna sér verkefnið og mæta á opið hús.
Guðmundur Ólafsson yfirgaf fund kl. 14:00.
3.Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði - 2026010246
Lagður fram tölvupóstur til kynningar, þar sem Finnur Rafn Beck, fagsviðsstjóri leyfamála hjá Matvælastofnun, auglýsir tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði, dags. 14. janúar 2026. Breytingin snýr að stærð seiða við útsetningu.
Frestur til að senda inn athugasemdir vegna breytingarinnar er til og með 12. febrúar 2026.
Frestur til að senda inn athugasemdir vegna breytingarinnar er til og með 12. febrúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði.
Guðmundur Ólafsson mætti aftur til fundar kl. 14:02.
4.Ísafjarðarvegur 8, Hnífsdal. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2026010107
Lögð fram umsókn um lóð við Ísafjarðarveg 8 í Hnífsdal undir einbýlishús frá Benedikt Ólafssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur, dags. 8. janúar 2026. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 9. janúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að Benedikt Ólafsson og Ásdís Kristjánsdóttir fái lóðina við Ísafjarðarveg 8 í Hnífsdal skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Nefndin bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags skal gæta þess að byggingar á nýjum lóðum við Ísafjarðarveg og Dalbraut falli vel að yfirbragði hússins á Ísafjarðarvegi 6. Byggingarfrestur byrjar ekki að telja fyrr en tilfærslu lagna er lokið.
5.Ísafjarðarvegur 10, Hnífsdal. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2025120054
Lögð fram umsókn um lóð við Ísafjarðarveg 10 í Hnífsdal undir einbýlishús frá Aðalbirni Jóakimssyni, dags. 27. nóvember 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 6. janúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að Aðalbjörn Jóakimsson fái lóðina við Ísafjarðarveg 10 í Hnífsdal, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Nefndin bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags skal gæta þess að byggingar á nýjum lóðum við Ísafjarðarveg og Dalbraut falli vel að yfirbragði hússins á Ísafjarðarvegi 6. Byggingarfrestur byrjar ekki að telja fyrr en tilfærslu lagna er lokið.
6.Tjaldsvæði í Tungudal. Lóðarmál - 2026010263
Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 9. apríl 2025 vegna lóðar tjaldsvæðis og þjónustuhúss í Tungudal, Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir drög að mæliblaði og óskar eftir fullbúnu mæliblaði vegna tjaldsvæðis í Tungudal.
7.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Nýr lóðarleigusamningur - 2026010237
Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila stækkun lóðar við Hlíðarveg 15, L138371, á Ísafirði, miðað við grenndarkynntan uppdrátt, dag. 29. janúar 2019, var samþykkt í bæjarstjórn, 16. nóvember 2023.
Nú er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 9. janúar 2026, vegna lóðarstækkunar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði.
Nú er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 9. janúar 2026, vegna lóðarstækkunar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum vegna lóðamarkabreytinga við Hlíðarveg 15 og Hlíðarveg 17 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 9. janúar 2026.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram til kynningar, umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 258/2025, „Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda).“ Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2026 - 2026010014
Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 15. janúar 2026, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 8/2026, „Breytingar á raforkulögum (verkefni Raforkueftirlitsins)“. Umsagnarfrestur er til og með 29. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Íbúðarsvæði Í10 verði breytt í frístundasvæði ásamt því að frístundasvæði F16-F18 verði sameinuð í eitt svæði, F50.
Nefndin óskar eftir áliti bæjarlögmanns vegna frístundasvæðis F13 í Tunguskógi.