Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
665. fundur 08. janúar 2026 kl. 13:30 - 14:20 í fundarsal í kjallara, Safnahúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni. Skógrækt í landi Brekku í Dýrafirði, tilkynning um framkvæmd - 2025120216

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dags. 18. desember 2025 vegna skógræktar í landi Brekku í Dýrafirði, nr. 1683/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Framkvæmdin felst í skógrækt í landi Brekku í Dýrafirði. Framkvæmdasvæðið er 47,1 ha en ráðgert er að gróðursetja í 41 ha af því svæði.
Jafnframt er lögð fram umsögn frá minjaverði Vestfjarða, tölvupóstur dags. 6. janúar 2026.

Umsagnarfrestur er til og með 15. janúar 2026.
Ísafjarðarbær gerir ekki athugasemdir við að Skipulagsstofnun taki tilkynninguna til efnislegrar skoðunar og meti, á grundvelli framlagðra gagna og umsagna annarra umsagnaraðila, hvort fyrirhuguð framkvæmd skuli háð umhverfismati.

2.Niðurfelling vega af vegaskrá - 2025120013

Á 664. fundi skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði nefndin eftir að andmælafrestur yrði framlengdur og fól starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað til bæjarráðs.
Nú er lagt fram minnisblað deildarstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

3.Niðurfelling vega af vegaskrá - 2025120013

Á 664. fundi skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði nefndin eftir að andmælafrestur yrði framlengdur og fól starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað til bæjarráðs.
Nú er lagt fram minnisblað deildarstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um endurskoðun deiliskipulags í Hnífsdal - 2025110190

Á 663. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagður fram undirskriftalisti frá Benedikt Ólafssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur dagsettur 25. nóvember 2025 þar sem óskað er eftir að deiliskipulag Hnífsdals frá árinu 2010 verði endurskoðað. Snúast mótmælin um áform um úthlutun lóða við Ísafjarðarveg 8 og 10 í Hnífsdal. Afgreiðslu var frestað þar sem nefndin óskaði eftir frekari gögnum.

Nú er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi um að fella út tvær byggingarlóðir í Hnífsdal á Ísafjarðarvegi 8 og 10.
Þær byggingarlóðir eru einu lausu lóðirnar í Hnífsdal utan hættusvæða.
Nú er unnið að aðalskipulagi fyrir Ísafjarðarbæ þar sem gert er ráð fyrir fólksfjölgun og stefnan er að hafa framboð af fjölbreyttum búsetukostum í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins.

Húsið við Ísafjarðarveg 6 er aldursfriðað skv. lögum um menningarminjar, nr. 80/2012.
Samkvæmt greinargerð deiliskipulags frá 2010 kveður á um að gæta skuli þess að byggingar á nýjum lóðum við Ísafjarðarveg og Dalbraut falli vel að yfirbragði hússins á Ísafjarðarvegi 6.

Skv. útreikningum er kostnaður við að gera byggingarlóðir byggingarhæfar óverulegur.


5.Ísafjarðarvegur 10, Hnífsdal. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2025120054

Lögð fram umsókn um lóð við Ísafjarðarveg 10 í Hnífsdal undir einbýlishús frá Aðalbirni Jóakimssyni, dags. 27. nóvember 2026.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 6. janúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Aðalbjörn Jóakimsson fái lóðina við Ísafjarðarveg 10 í Hnífsdal, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Nefndin bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags skal gæta þess að byggingar á nýjum lóðum við Ísafjarðarveg og Dalbraut falli vel að yfirbragði hússins á Ísafjarðarvegi 6. Byggingarfrestur byrjar ekki að telja fyrr en tilfærslu lagna er lokið.

6.Hraðhleðslustöðvar - 2025090050

Á 658. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. september 2025 var skipulagsfulltrúa falið að finna hugsanlegar staðsetningar fyrir hraðhleðslustöðvar á bæjarlandi í samvinnu við hönnuði miðbæjarskipulags Ísafjarðarbæjar og vinna málið áfram.
Nú er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögur skipulagsfulltrúa um staðsetningar fyrir hraðhleðslustöðvar á Ísafirði og felur skipulagsfulltrúa að útfæra staðsetningar nánar innan skilgreindra svæða.

7.Styrktarsjóður vegna endurheimt á ám, lækjum og vatnasviðum - 2025120140

Lagt fram erindi til kynningar dags. 8. desember 2025, frá European Open Rivers Programme vegna styrktarsjóðs sem ætlaður er til að styðja verkefni sem miða að því að fjarlægja smærri úreltar og manngerðar hindranir úr ám. Sjóðurinn er rekinn af Open Rivers Programme, hollenskum samtökum sem starfað hafa frá árinu 2021 og frá upphafi stutt við fjölmörg endurheimtarverkefni víðs vegar um Evrópu.

Fyrir opinbera aðila á Íslandi eru þessir styrktarmöguleikar:
allt að 50% af kostnaði við undirbúning niðurrifsverkefna, að því gefnu að fjármögnun fyrir sjálfa framkvæmdina sé þegar tryggð.
allt að 50% af kostnaði við sjálfa framkvæmdina við að fjarlægja manngerða hindrun og eða stíflu, þar sem undirbúningsvinnu er lokið.
Umsóknarfrestir eru þrisvar sinnum á ári.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?