Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Húsnæðisáætlun 2026 - 2025110181
Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2026-2035.
Smári Karlsson, verkefnastjóri mætir til fundar til að kynna drögin.
Smári Karlsson, verkefnastjóri mætir til fundar til að kynna drögin.
Lagt fram til kynningar.
Smári Karlsson yfirgaf fund kl. 14:35.
Gestir
- Smári Karlsson verkefnastjóri - mæting: 14:00
2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Á 1349. fundi bæjarráðs, þann 24. nóvember 2025, var lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025.
Málinu var vísað til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Málinu var vísað til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.
3.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Á 1349. fundi bæjarráðs, þann 24. nóvember 2025, var lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Vestfjarðastofu, f.h. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, dags. 19. nóvember 2025, varðandi beiðni um samþykki bæjarstjórnar á auglýsingu tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050.
Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi.
Bæjarráð bókaði að það gerði ekki athugasemdir við umrædda tillögu, en vísaði henni til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi.
Bæjarráð bókaði að það gerði ekki athugasemdir við umrædda tillögu, en vísaði henni til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu en vísar henni til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
4.Ósk um endurskoðun deiliskipulags í Hnífsdal - 2025110190
Lagður fram undirskriftalisti frá Benedikt Ólafssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur dagsettur 25. nóvember 2025 þar sem óskað er eftir að deiliskipulag Hnífsdals frá árinu 2010 verði endurskoðað. Snúast mótmælin um áform um úthlutun lóða við Ísafjarðarveg 8 og 10 í Hnífsdal.
Málinu frestað til næsta fundar. Skipulagsfulltrúa er falið að afla frekari gagna og leggja fram að nýju.
5.Strandgata 7 í Hnífsdal. Lóðarmál - 2025110183
Lagt fram bréf dags. 24. nóvember 2025 frá Björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal varðandi lóðamál við Strandgötu 7 og 3b í Hnífsdal. Fasteignir við Strandgötu 7 og áður Strandgötu 5b hafa verið sameinaðar en tveimur eldri lóðarleigusamningum er þinglýst á lóðina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndar.
6.Landspilda í fóstur - 2025110113
Lagt fram erindi frá eigendum Brekku í Brekkudal, Dýrafirði, dags. 5. nóvember 2025, með ósk um að fá 4,5 ha landspildu, í eigu Ísafjarðarbæjar, í varanlegt fóstur undir trjárækt, til að hlúa að landi og vernda það fyrir ágangi búfjár.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjendum og leggja fram að nýju.
7.Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla - 2025010291
Lögð fram mæliblöð tæknideildar vegna stofnuna lóða á gamla olíumúla, Ísafjarðarhöfn, dags. 25. nóvember 2025, Kristjánsgata 21 og 23.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða við Kristjánsgötu 21 og 23 á gamla Olíumúlanum, Ísafirði.
8.Umsókn um lóðarleigusamning undir þurrkhjall - 2025110085
Lögð fram umsókn dags. 11. nóvember 2025 frá forsvarsmönnum eiganda að hjalli við Eyrarhlíð fnr. 211-9330. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. nóvember 2025. Nýtt staðfang verður Hnífsdalsvegur 41, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Eyrarhlíð, Hnífsdalsveg 41 í samræmi við mæliblað tæknideildar.
9.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Grænahlíð - 2025110100
Lagður fram tölvupóstur frá Regínu Sigurðardóttur merkjalýsanda hjá Forsætisráðuneytinu dags, 13. nóvember 2025 með umsókn um stofnun á þjóðlendunni Grænuhlíð á Hornströndum, Ísafjarðarbæ. Jafnframt er lagður fram úrskurður óbyggðarnefndar 2021, 8. mál, dags. 30. ágúst 2023.
Jafnframt er lögð fram merkjalýsing Grænuhlíðar, dags. 13. nóvember 2025, skráð stærð verður 4,68 km2.
Jafnframt er lögð fram merkjalýsing Grænuhlíðar, dags. 13. nóvember 2025, skráð stærð verður 4,68 km2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Grænuhlíðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
10.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Almenningar vestari - 2025110105
Lagður fram tölvupóstur frá Regínu Sigurðardóttur merkjalýsanda hjá Forsætisráðuneytinu dags, 13. nóvember 2025 með umsókn um stofnun í fasteignaskrá á þjóðlendunni Almenningar vestari á Hornströndum, Ísafjarðarbæ. Jafnframt er lagður fram úrskurður óbyggðarnefndar 2021, 8. mál, dags. 30. ágúst 2023. Jafnframt er lögð fram merkjalýsing Almenninga vestari, dags. 13. nóvember 2025, skráð stærð verður 10,44 km2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun fasteignar vegna þjóðlendunnar Grænuhlíðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda þar sem Utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 230/2025, "Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979 (afmörkun landgrunns)".
Umsagnarfrestur er til og með 25. nóvember 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 25. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram umsagnarbeiðni dags. 13. nóvember 2025, frá nefnda og greiningarsviði Alþingis þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál "Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða".
Umsagnir skal senda í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember 2025.
Umsagnir skal senda í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram umsagnarbeiðni dags. 13. nóvember 2025, frá nefnda og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál "Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög".
Umsagnir skal senda í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember 2025.
Umsagnir skal senda í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
14.Varðandi hús sem falla undir lög um menningarminjar nr. 80 2012 - 2025110081
Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Lísabetu Guðmundsdóttur, minjaverði Vestfjarða, dags. 6. nóvember 2025 þar sem eru kynntar leiðbeiningar Minjastofnunar varðandi friðuð hús, sem eru öll hús reist 1923 og fyrr. Þarna eru nú upplýsingar um hvaða gögn þurfa að fylgja með ef fara þarf í breytingar, hvað má gera án sérstaks leyfi stofnunarinnar og svo þar fram eftir götunum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:34.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?