Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Lögð fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2026-2036 til seinni umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 til fyrri umræðu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Gestir
- Edda María Hagalín fjármálastjóri - mæting: 13:30
2.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029
Lögð fram viðhaldsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 til fyrri og seinni umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur ríka áherslu á að fyrir næstu fjárhagsáætlun, liggi fyrir 10 ára viðhaldsáætlun sem auðveldar yfirsýn vegna ákvarðanatöku og forgangsröðun verkefna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur ríka áherslu á að fyrir næstu fjárhagsáætlun, liggi fyrir 10 ára viðhaldsáætlun sem auðveldar yfirsýn vegna ákvarðanatöku og forgangsröðun verkefna.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 14:40.
3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050 - 2025060065
Á 660. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. október 2025, var lagt fram minnisblað frá Erlu Margréti Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2025, varðandi aðalskipulagsvinnu, ásamt fundargerð 3. fundar verkefnisstjórnar ASK Ísafjarðarbæjar frá 24. september 2025. Jafnframt lögð fram eftirfarandi fylgigögn:
1. Greinargerð kafli 1-5
2. Áherslur og leiðarljós við upphaf skipulagsvinnu (Fylgiskjal A)
3. Hverfisvernduð svæði skv. gildandi skipulagi (Fylgiskjal B)
Jafnframt eru lögð fram vinnslutillaga Svæðisskipulags Vestfjarða 2025- 2050, dags. 6. júní 2025 vegna umræðu um friðlýsingar í aðalskipulagi.
Nefndin samþykkti uppfærð leiðarljós og meginmarkmið.
Umræðu um 1. til 5. kafla greinargerðar aðalskipulags er frestar til næsta fundar.
Er málið nú lagt fram á nýjan leik.
1. Greinargerð kafli 1-5
2. Áherslur og leiðarljós við upphaf skipulagsvinnu (Fylgiskjal A)
3. Hverfisvernduð svæði skv. gildandi skipulagi (Fylgiskjal B)
Jafnframt eru lögð fram vinnslutillaga Svæðisskipulags Vestfjarða 2025- 2050, dags. 6. júní 2025 vegna umræðu um friðlýsingar í aðalskipulagi.
Nefndin samþykkti uppfærð leiðarljós og meginmarkmið.
Umræðu um 1. til 5. kafla greinargerðar aðalskipulags er frestar til næsta fundar.
Er málið nú lagt fram á nýjan leik.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða kafla 1 til 5 greinargerðar aðalskipulags.
4.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156
Lögð fram vinnslutilaga að nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, dags. 16. september 2025, unnið af EFLU fyrir Eyrarkláf ehf.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Gissuri Skarphéðinssyni fyrir hönd Eyrarkláfs ehf. dagsett 15. október 2025, til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Gissuri Skarphéðinssyni fyrir hönd Eyrarkláfs ehf. dagsett 15. október 2025, til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu breytingu á deiliskipulagi Gleiðarhjalla, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Að lokinni kynningu skal skipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu breytingu á deiliskipulagi Gleiðarhjalla, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Að lokinni kynningu skal skipulagstillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
5.Deiliskipulag á Torfnesi - menntastofnanir og dæluhús - 2025030193
Lagður fram uppdráttur með greinargerð, með tillögu að breytingu á deiliskipulagi undir menntastofnanir og dæluhús á Torfnesi, unnið af Verkís ehf. dags. 17. október 2025.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er að auka svigrúm fyrir stækkun Menntaskólans á Ísafirði og leikskólans Sólborgar ásamt byggingu nýrrar dælustöðvar hitaveitu. Að auki hefur verið óskað eftir að lóð Hlífar verði minnkuð.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er að auka svigrúm fyrir stækkun Menntaskólans á Ísafirði og leikskólans Sólborgar ásamt byggingu nýrrar dælustöðvar hitaveitu. Að auki hefur verið óskað eftir að lóð Hlífar verði minnkuð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á deiliskipulagsbreytingum á Torfnesi sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti.
Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti.
6.Hólakot í Dýrafirði. Merkjalýsing L205506 - 2025100059
Lögð fram merkjalýsing lóðarinnar Hólakots í Dýrafirði, unnin af EFLU dags. 11. ágúst 2025 fyrir landeigendur Klukkulands, ásamt mæliblaði og samþykki landeigenda og samþykki aðliggjandi landeigenda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja merkjalýsingu Hólakots L205506 í Núpsdal, dags. 11. ágúst 2025.
7.Flugvallarvegur 1, Ísafjarðarflugvelli. Stofnun lóðar - 2025040046
Lagður fram tölvupóstur frá ISAVIA innanlandsflugvöllum ehf. dags. 15. október 2025, með ósk um stofnun lóðar undir flugskýli við Flugvallarveg 1. Jafnframt er lögð fram merkjalýsing dags. 10. október 2025, unnin af EFLU.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar við Flugvallarveg 1 undir flugskýli í samræmi við merkjalýsingu dags. 10. október 2025.
8.Eyrargata 8, Ísafirði. Fyrirspurn um lóðarstækkun vegna rafbílastæða - 2025090144
Lögð fram fyrirspurn dags. 24. september 2025, frá húsfélaginu við Eyrargötu 8 á Ísafirði vegna áforma um stækkun lóðar undir rafbíla-hleðslustæði. Stækkun lóðar við húsið, sem er nú um 6 metra frá húsgafli sem snýr að Túngötu, eftir stækkun verða þá lóðamörk 12 metra frá húsgafli.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur unnin af EFLU dags. 15. ágúst 2025.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur unnin af EFLU dags. 15. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda vegna málsins.
9.Vegir og hleðslustöðvar - 2025100105
Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 13. október 2025, erindi til sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa vegna fjölgunar á hleðslustöðvum við þjóðvegi og mikilvægi þess að veita vegfarendum góða þjónustu. Í því sambandi vill Vegagerðin minna á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi.
Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg. Mikilvægt er að umferðaröryggi sé eins gott og kostur er á og að allar framkvæmdir miði að því að auka umferðaröryggi á vegum.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg. Mikilvægt er að umferðaröryggi sé eins gott og kostur er á og að allar framkvæmdir miði að því að auka umferðaröryggi á vegum.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Lagt fram til kynningar.
10.Áætlun eignamarka jarða í landeignaskrá - 2025060184
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Friðriks Örns Bjarnarsonar f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 15. október 2025 þar sem HMS kynnir verkefnið Áætlun eignamarka.
Verkefnið snýst um að kortleggja eignamörk jarða um allt land út frá fyrirliggjandi heimildum og samningum sem eigendur hafa gert í gegnum tíðina. Nú er unnið að kortlagningu á Vestfjörðum. Landeigendur og sveitarfélagið geta sent inn athugasemdir á island.is.
Jafnframt eru lagðir fram til kynningar tölvupóstar Katrínar Hólm Hauksdóttur f.h. Húsnæðis og mannvirkjastofnunar dags. 8. október 2025 og 15. október 2025 um Áætlun eignamarka.
Verkefnið snýst um að kortleggja eignamörk jarða um allt land út frá fyrirliggjandi heimildum og samningum sem eigendur hafa gert í gegnum tíðina. Nú er unnið að kortlagningu á Vestfjörðum. Landeigendur og sveitarfélagið geta sent inn athugasemdir á island.is.
Jafnframt eru lagðir fram til kynningar tölvupóstar Katrínar Hólm Hauksdóttur f.h. Húsnæðis og mannvirkjastofnunar dags. 8. október 2025 og 15. október 2025 um Áætlun eignamarka.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur verkefnastjóra í merkjalýsingum að taka saman minnisblað um jarðir í eigu Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur verkefnastjóra í merkjalýsingum að taka saman minnisblað um jarðir í eigu Ísafjarðarbæjar.
11.Stafræn byggingarleyfi - 2024090119
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Dagnýjar Geirdal, sérfræðings f.h. Húsnæðis- og mannvirkjanefndar dags. 15. október 2025 þar sem stofnunin kynnir fund um nýtt umsóknarviðmót HMS fyrir byggingarleyfi. Jafnframt verður fjallað um stöðu íbúðabyggðar og framtíðarhorfur í hverjum landshluta fyrir sig. Fundurinn er partur af fundarröð HMS, Tryggð byggð og landshlutasamtök sveitarfélaga.
Fundirnir eru öllum opnir og er fundur haldinn á Ísafirði þann 10. nóvember 2025.
Fundirnir eru öllum opnir og er fundur haldinn á Ísafirði þann 10. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
12.Skipulagsdagurinn 2025 - 2025100111
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 15. október 2025 þar sem Skipulagsstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga minna á Skipulagsdaginn, árlega ráðstefnu um skipulagsmál, sem fer fram þann 23. október næstkomandi á Grand hótel Sigtúni 28, Reykjavík og í streymi.
Fyrir hádegi er sjónum beint að gæðum í hinu byggða umhverfi og jafnframt verður þörf fyrir húsnæðisuppbyggingu skoðuð. Eftir hádegi verður fjallað um möguleika við notkun gervigreindar við gerð skipulags. Í lokin verður fjallað um loftslagsvæna landnýtingu.
Fyrir hádegi er sjónum beint að gæðum í hinu byggða umhverfi og jafnframt verður þörf fyrir húsnæðisuppbyggingu skoðuð. Eftir hádegi verður fjallað um möguleika við notkun gervigreindar við gerð skipulags. Í lokin verður fjallað um loftslagsvæna landnýtingu.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:33.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?