Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
633. fundur 27. júní 2024 kl. 14:00 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Sviðsstjóri Umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076

Lögð fram beiðni Orkubús Vestfjarða, dags. 26. júní 2024, um skipulagsbreytingar við jarðhitasvæði í Tungudal.
Elena Dís Víðisdóttir og Sölvi Sólbergsson koma til fundar f.h. Orkubús Vestjfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Orkubúi Vestfjarða að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem og breytingu á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna jarðhitaleitar.

2.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Lagt fram erindisbréf Skipulagsstofnun dags. 13. júní 2024, eftir yfirferð á deiliskipulagi á jörðinni Hóli í Firði, Stekkjarlæksbakka, á frístundasvæði F37 í Önundarfirði.
Tillaga að nýju deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka var auglýst opinberlega frá 23. ágúst og til 7. október 2022, með athugasemdafresti til og með 8. október 2022.

Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við málsmeðferð deiliskipulagsins, þar sem meira en ár er liðið frá því að auglýsingatíma lauk, með vísan í 2. mgr. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram til kynnningar.

3.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni M. Grétarssyni f.h. landeiganda að Hóli í Firði, Önundarfirði dags. 13. júní 2024, vegna óska um að Ísafjarðarbær heimili að hefja málsmeðferð að nýju deiliskipulagi á jörðinni, innan Stekkjarlæksbakka.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu og málsmeðferð að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Sundabakki, Suðurtanga. Tímabundin afnot svæðis vegna samsetningu eldiskvía - 2024060071

Lagður fram tölvupóstur frá Arnold Hermundarsyni hjá KJ Hydraulik dags. 13. júní 2024 með ósk um tímabundin afnot af landssvæði nálægt Sundabakka, Suðurtanga, vegna samsetningar á laxeldiskvíum fyrir Háafell.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa samning með kvöðum sem varða frágang og skil á svæðinu. Um er að ræða tímabundin afnot frá miðjum júlí í allt að þrjár vikur.

5.Northlight Seafood ehf. - Umsagnarbeiðni vegna tilraunaleyfis til skelræktar í Önundarfirði - 2024060065

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Matvælastofnun dags. 11. júní 2024, vegna tilraunaleyfis til skelræktar Northlight Seafood ehf. í Önundarfirði.

Í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar varðandi það, hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Umsagnarfrestur er til og með 8. júlí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd vegna umræddrar umsóknar.

6.Starfsleyfi Arnarlax ehf. Ísafjarðardjúpi - 2024030018

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, dags. 14. júní 2024 frá Steinari Rafni Beck Baldurssyni hjá Umhverfisstofnun varðandi ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar

7.Ísafjarðarvegur 8, Hnífsdal. Umsókn um lóð - 2024060016

Lögð fram umsókn frá Friðrik Rúnari Hólm Ásgeirssyni, dags. 5. júní 2024 um byggingarlóð nr. 8 við Ísafjarðarveg í Hnífsdal. Jafnframt lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 6. júní 2024.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda, vegna umsóknar.

8.Lóðaúthlutanir Ísafjarðarbæ - 2017100021

Lagt fram minnisblað tæknideildar dags. 23. maí 2023 varðandi lóðarúthlutanir og tímafrest skv. lóðarúthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi lóðir verði innkallaðar, Skeiði 8, Ártunga 6, Daltunga 8, Mávagarður E og Skeið 10

9.Suðurgata 10, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024060067

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá Hallvarði Aspelund f.h. Hraðfrystihússins Gunnvarar, eigenda fasteigninarinnar að Suðurgötu 10 á Ísafirði, dags. 20. júní 2024. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 24. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við meðfylgjandi umsókn og lóðarblað.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 14. júní 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 118/2024, „Breyting á reglugerð nr. 474/2017 um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.“

Með breytingunum er lagt til að innleiða í landsrétt reglugerð Evrópusambandsins á sviði flutninga, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn.

Umsagnarfrestur er til og með 28. júní 2024.
Lagt fram til kynningar

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 14. júní 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 119/2024, „Ný og uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“ sem er unnin sbr. lög um loftslagsmál nr. 70/2012.

Markmið með framlagningu er að hvetja til umræðu um loftslagsaðgerðir stjórnvalda.

Umsagnarfrestur er til og með 28. júní 2024.
Lagt fram til kynningar

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 14. júní 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 120/2024, „Frumvarp til laga um loftslagsmál (ný heildarlög).“

Málaflokkur loftslagsmála hefur verið í örri þróun undanfarin ár en 12 ár eru liðin frá setningu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og hefur lögunum verið breytt margoft frá gildistöku þeirra.

Umsagnarfrestur er til og með 16. júlí 2024.
Verður tekið fyrir að nýju á fundi nefndar nr. 634.

13.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033 - 2024060005

Lögð fram til kynningar úr skipulagsgátt, umsagnarbeiðni frá Strandabyggð, dags. 30. maí 2024, vegna vinnslutillögu endurskoðunar á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033, samþykkt á sveitastjórnarfundi þann 14. maí 2024. Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafa ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós.

Gögn voru lögð fram til kynningar fundi 632 og umsögn verður skilað inn á fundi nefndar, 27. júní næstkomandi.

Umsagnarfrestur er til og með 29. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í framlögðum gögnum, er ekki gert ráð fyrir Skúfnavatnavirkjun, sem er einn af valkostum í drögum að flokkun virkjanakosta í verkefnastjórn 5. áfanga rammaáætlunar.

Skipulagsfulltrúa falið að skila inn umsögn.

14.Snjóflóðavarnir í Ísafjarðarbæ - Hnífsdalur - Bakkahyrna - 2024010038

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Verkís dags. 12. júní 2024, vegna vinnslu við matsskyldufyrirspurn vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir í Hnífsdal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir.

15.Landsskipulagsstefna 2024 - 2038 - 2024060066

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 12. júní 2024 til að vekja athygli á nýsamþykktri landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt aðgerðaráætlun sem þar er sett fram fyrir árin 2024-2028.
Lagt fram til kynningar

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 76 - 2406007F

Lögð fram fundargerð frá 76. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, sem var haldinn 19. júní 2024.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?