Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
631. fundur 30. maí 2024 kl. 14:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menntaskólinn á Ísafirði, Torfnesi. Breyting á deiliskipulagi - 2024010231

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 28 maí, þar sem lagðir eru fram punktar til umræðu vegna breytinga deiliskipulags Torfness.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 frá Verkís dags. 24. maí sl., vegna breytinga á landnotkun. Tekið hefur verið tillit til athugasemda í greinargerð og uppdrætti eftir kynningu á vinnslustigi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í því felst að tillagan er auglýst með áberandi hætti, svo sem í dagblaði sem gefið er út á landsvísu og lögbirtingarblaði og öðrum miðlum sveitarfélagsins og í gegnum skipulagsgátt.

3.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Páli Eydal, f.h. Verkís ehf. vegna breytinga á vinnslutillögu deiliskipulags við Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Æðartangi 2, 400. Umsókn um stækkun lóðar vegna aðkomu - 2023100066

Lögð fram ósk dags. 11. október 2023, frá Bygma Íslandi ehf., eigendum að Æðartanga 2 á Ísafirði, vegna stækkunar lóðar og bættrar aðkomu að húsi.
Á 618. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var afgreiðslu frestaði þar sem unnið er við nýtt deiliskipulag á Suðurtanga.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur dags. 24. maí 2024 frá Gunnari P. Eydal hjá Verkís ehf. varðandi nýjan byggingarreit undir fyrirhugaða slökkvistöð á aðliggjandi lóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Æðartanga 2, á Ísafirði, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og framlögð gögn.

5.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Lagðar fram til kynningar, umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu á breytingu á deiliskipulagi við Mjólká.
Lagðar fram til kynningar, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Lögð fram uppfærð gögn frá M11 arkitektum, uppdráttur og greinargerð dags. í maí 2024, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar eftir athugun fyrir auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna frístundabyggðar í Dagverðardal, Skutulsfirði.
Jafnframt lögð fram viðbrögð við umsögnum og ábendingum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu sem var í kynningarferli frá 4. október 2023 til 8. desember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.

7.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Dagverðardal, Skutulsfirði undir frístundahúsabyggð, unnin af M11 arkitektum, uppdráttur og greinargerð dags. í maí 2024.

Vinnslutillaga var í kynningu inni á Skipulagsgátt frá 14. mars 2024 til 5. maí 2024. Sjö umsagnir bárust á kynningartímanum.

Opið hús var haldið á 4. hæð Stjórnsýsluhússins 12. mars milli klukkan 13 og 15 til að kynna vinnslutillöguna á uppdrætti, greinargerð og með skýringarmyndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti, vegna deiliskipulagstillögu við Dagverðardal, Skutulsfirði, á svæði F21, dags. í maí 2024, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

8.Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipulag - 2022110039

Lagður fram uppfærður uppdráttur með greinargerð, unnin af M11 arkitektum dags. 23. maí 2024, þar sem brugðist hefur við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að áorðnar breytingar séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju, þar ekki er um veigamiklar breytingar að ræða. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta breytingu í samræmi við I.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Neðsti -Hvammur 3, í Dýrafirði L140681. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa varðandi íbúðarhúss og veglagningar - 2024030127

Lögð er fram fyrirspurn frá Logg - landafræði og ráðgjöf slf. f.h landeiganda jarðarinnar vegna byggingar íbúðarhúss og veglagningar á jörðinni.
Jafnframt eru lögð fram þinglýst kort og landamerki af jörðinni ásamt frekari upplýsingum á pdf formi.
Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, óskar byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar á erindinu.
Nú þegar eru þrjú hús á jörðinni, skv. skilmálum aðalskipulags, eru byggingarheimildir fullnýttar. Nefndin bendir landeigendum á að vegna frekari byggingarframkvæmda þurfi að leggja fram deiliskipulag, þar sem haft er víðtækt samráð á milli landeigenda og annarra hagsmunaaðila s.s. Vegagerðar.

10.Sindragata 4a (2), Ísafirði. - 2024010233

Lagður fram undirskriftarlisti dags. 15. maí 2023 þar sem mótmælt er byggingu nýrrar 10,5 m hárrar íbúðarblokkar á byggingarreitnum við Sindragötu 4a á Ísafirði.
Byggingaráform voru samþykkt á 75. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 14. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

Nefndin bendir á að hægt er að kæra útgáfu byggingarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Sjá nánar á www.uua.is

11.Sundstræti 34, Ísafirði. Grenndarkynning viðbyggingar - 2024020002

Á 629. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var bókað:
„Mannvirkið Sundstræti 34, er fjöleignahús og ytra byrði og lóðarréttindi eru sameign allra með vísan til 41. gr. fjöleignahúsalaga. Að þessu sögðu þarf að liggja fyrir samþykki allra þinglýstra eigenda á húsfélagsfundi, vegna breytinga á eignaskiptalýsingu og jafnframt þarf að taka tillit til innsendrar athugasemdar.“

Á 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 25. janúar 2024 heimilaði nefndin að grenndarkynna áform um viðbyggingu við Sundstræti 34 á Ísafirði, fyrir eigendum íbúða í Sundstræti 32, 34 og 36.
Grenndarkynning áforma var frá 12. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 13. mars 2024. Ein athugasemd barst, dags. 10. mars 2024, frá einum eiganda við Sundstræti 34 á Ísafirði.

Nú eru lagðir fyrir uppfærðir aðaluppdrættir ásamt samþykki allra meðeigenda, dags. 12. maí 2024.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hlíðarvegur 4 - Flokkur 1, - 2023020031

Á 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 13. apríl 2023, voru lagðar fram athugasemdir vegna áforma við Hlíðarveg 4 á Ísafirði. Grenndarkynning stóð yfir í rúmar 4 vikur og athugasemdafrestur var til 22. mars 2023.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir frekari gögnum í samræmi við innkomnar athugasemdir, sem varða skuggavarp, götumynd og afstöðu bílastæðis gagnvart nærliggjandi lóð.
Nú eru lagðar fram skuggavarpsmyndir ásamt uppfærðum aðaluppdráttum, dags. 2. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að útlit hússins verði í takt við byggingarár mannvirkis og að gluggar og gluggapóstar verði í tíðaranda þess tíma er húsið var reist. Hækkun mænis er óveruleg og ekki til þess fallin að valda útsýnisskerðingu og skuggavarpi umfram önnur hús í nágrenninu.

Nefndin felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 17. maí 2024 vegna samráðs um mál nr. 105/2024, „Reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu.“ Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir áform um drög að reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu.

Umsagnarfrestur er til og með 31.maí 2024
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags, 22. maí 2024, mál nr. 108/2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs
„Reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála.“ Jafnframt lagt fram minnisblað tæknideildar, dags. 28. maí 2024.

Umsagnarfrestur er til og með 5.júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

15.Engjavegur 15 á Ísafirði. Umsókn um sérmerkt stæði við götu - 2024050089

Lögð fram ósk um sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða við Engjaveg 15 n.h. dags. 6. maí 2024 frá Elzbietu J. Mazur og Miroslaw Cuilwik.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar sérmerkt stæði til umsóknaraðila, vegna sértstakra aðstæðna. Íbúar þurfa sjálf að huga að merkingum.

16.Umsókn um stöðuleyfi við Suðurtanga - 2024050094

Lögð fram umsókn frá Svanlaugu Björgu Másdóttur dags. 17. maí 2024 um stöðuleyfi við Suðurtanga á Ísafirði, á móti bílastæði Tjöruhúss og safnasvæðis undir rútu með yfirbyggingu ætlað undir viðburði, uppákomur og sölu á minjagripum í tengslum við skemmtiferðaskipakomur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd, getur ekki fallist á viðbyggingar m.t.t. stöðuleyfis og bendir umsækjanda á að sækja um lóð undir rekstrarleyfisskylda starfsemi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að stöðuleyfi á aðeins við um: gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld, með vísan í gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

17.Fjarðargata 72 á Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050096

Lögð fram umsókn um gerð lóðarleigusamnings frá þinglýstum eiganda fasteignar að Fjarðargötu 72 á Þingeyri L140821, dags. 16. maí 2024. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 27. maí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Fjarðargötu 72, Þingeyri

18.Fjarðargata 35, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050140

Lögð fram umsókn frá þinglýstum eigendum fasteignar að Fjarðargötu 35 á Þingeyri, um gerð lóðarleigusamnings, dags. 27. maí 2024. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 27. maí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi undir Fjarðargötu 35 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 27. maí 2024.

19.Suðurtangi 18 og 20, Ísafirði. Umsókn um afnot svæðis - 2023100113

Lögð fram drög að afnotasamningi dags. 27. maí 2024,við Hampiðjuna hf. við Suðurtanga 18 og 20 á Ísafirði, vegna bráðabirgða vinnuaðstöðu fyrirtækisins við hringi fyrir fiskeldi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu afnotasamnings á Suðurtanga 18 og 20 á Ísafirði.

20.Fráveita Ísafjarðarbæjar - Olíumengun á Flateyrarodda - 2024050098

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 22. maí sl., vegna olíumengunar á Flateyrarodda, ásamt samantekt frá Gesti Guðjónssyni hjá Olíudreifingu í bréfi dags. 28. maí 2024, um hvernig meðhöndla skuli jarðveginn í framhaldi.
Lagt fram til kynningar.

21.Skammtímabílastæði fyrir skipafarþega við Sundahöfn - 2024050144

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 29. maí, vegna tímabundinna afnota bílastæða við Mjósund.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við hagsmunaaðila og afmarka heppilegt svæði.

22.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 75 - 2404009F

Lögð fram fundargerð frá 75. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, sem var haldinn 14. maí 2024.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?