Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
630. fundur 13. maí 2024 kl. 14:00 - 15:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma á vinnslutillögu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Suðurtanga. Vinnslutillagan var í kynningu frá 26. mars 2024 til og með 18. apríl 2024.

Auglýst var heimasíðu Ísafjarðarbæjar ásamt síðunni bb.is, einnig var vinnslutillagan í kynningu á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Opið hús var haldið föstudaginn 12. apríl 2024 milli klukkan 10 og 12. Um 10 manns mættu til að kynna sér tillöguna nánar.

Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Mílu, Minjastofnun Íslands, Bolungarvíkurkaupstað, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar. Tvær ábendingar bárust frá íbúum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja athugasemdir fyrir að nýju á næsta fundi.

2.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu, vegna endurskoðunar deiliskipulags á Suðurtanga, sem var í kynningu frá 3. apríl 2024 til og með 3. maí 2024.

Auglýst var heimasíðu Ísafjarðarbæjar ásamt síðunni bb.is, einnig var vinnslutillagan í kynningu á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Opið hús var haldið föstudaginn 12. apríl 2024 milli klukkan 10 og 12. Um 10 manns mættu til að kynna sér tillöguna nánar.

Umsagnir bárust frá Orkubúi Vestfjarða, Vegagerðinni, Mílu, Isavia, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar. Tvær ábendingar bárust frá íbúum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja athugasemdir fyrir að nýju á næsta fundi.

3.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. febrúar sl., heimilaði bæjarstjórn auglýsingu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Í breytingartillögunni felst að mörkuð er stefna um stækkun Mjólkárvirkjunar; hækkun stíflu, nýtt efnistökusvæði og nýja veituskurði við Tangarvatn, nýtt stöðvarhús nýrrar virkjunar við Hólmavatn, gerð aðkomuvegs að nýrri virkjun, lagningu jarðstrengs og 700 m langrar niðurgrafinnar þrýstipípu á milli fyrrgreindra vatna á Glámuhálendi.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða skipulagstillögu, sbr. bréf dags. 10. apríl s.l. Stofnunin gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við atriðum sem tilgreind eru í fyrrnefndu bréfi.

Lögð er fram ný tillaga frá Verkís ehf., þ.e. uppdráttur dags. 10 febrúar sl., ásamt greinargerð, þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja málsmeðferð í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og heimild bæjarstjórnar frá 13. febrúar 2024.

4.Áform um stækkun á aflgetu Úlfsárvirkjunar í Dagverðardal. Umsagnarbeiðni - 2024010207

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 7. maí 2024 um matsskyldu framkvæmdar um stækkun á aflgetu Úlfsárvirkjunar, mál nr. 0073/2024 (tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).

Ákvörðun Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Kærufrestur er til 10. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 2. maí 2024 fyrir auglýsingu á tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í Dagverðardal úr íbúðarsvæði í9 yfir í frístundahúsabyggð merkt F21 og þjónustusvæði merkt V1.
Lagt fram til kynningar.

6.Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipulag - 2022110039

Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2024 vegna vinnu við nýtt deiliskipulag við Ból í Önundarfirði, Selakirkjuból 1.
Lagt fram til kynningar.

7.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 26. apríl 2024 um matsáætlun vegna 4.500 tonna aukningar á hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi.

Í matsáætlun framkvæmdaraðila eru kynnt áform Háafells um 4.500 tonna aukningu á hámarkslífmassa af laxi og regnbogasilungi og breytingar á eldissvæðum fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi og gerð grein fyrir hvernig fyrirtækið hyggst standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Lagt fram til kynningar.

8.Höfðastígur Suðureyri - Deiliskipulag - 2022120051

Lagðar fram athugasemdir frá íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri og hverfisráði Súgandafjarðar við áform við Höfðastíg og við grasvöll.
Lagt fram til kynningar.

9.Deiliskipulag á Torfnesi. Breyting við Menntaskólann og Sólborg - 2024020082

Lagður fram tölvupóstur frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dags. 29. apríl 2024 vegna þarfagreiningar á stækkun Menntaskólans á Ísafirði og mögulegri deiliskipulagsbreytingu á Torfnesi.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með fulltrúum Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna og Menntaskólans á Ísafirði.

10.Sindragata 4a (2), Ísafirði. Grenndarkynning - 2024010233

Lagðar fram athugasemdir Lísabetar Guðmundsdóttur, minjavarðar Vestfjarða, vegna áforma við Sindragötu 4a, mhl.02, dags. 24. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar innsent erindi og mun hafa ábendingarnar til hliðsjónar við endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjar.

11.Hlíðarvegur 1, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050018

Lögð fram umsókn dags. 2. maí 2024 frá þinglýstum eiganda fasteignar við Hlíðarveg 1 á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 10. maí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Hlíðarveg 1 á Ísafirði skv. mæliblaði tæknideildar dags. 10. maí 2024.

12.Suðurtangi 8 (áður 7) á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050019

Lögð fram umsókn dags. 3. maí 2024 frá þinglýstum eiganda fasteignar að Suðurtanga 7 á Ísafirði vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 10. maí 2024, breytt heiti verður Suðurtangi 8.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Suðurtanga 8 á Ísafirði, skv. mæliblaði tæknideildar dags. 10. maí 2024.

13.Umsókn um að nýta tún í Engidal við Réttarholtskirkjugarð - 2024020021

Lögð fram umsókn sem barst í tölvupósti 5. maí 2024 um nýtingu á túnum við Réttarholtskirkjugarð, Engidal í Skutulsfirði frá Kristjáni Ólafssyni. Svæði sem um ræðir er merkt C og D á uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristján Ólafsson fái til afnota svæði C og D í Engidal til 5 ára.

Jafnframt óskar skipulags- og mannvirkjanefnd eftir yfirliti yfir afnotasamninga á landi í eigu sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?