Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
417. fundur 20. ágúst 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Ljósleiðari frá Skeiði 7 - Tengivirki í Breiðadal - Framkvæmdaleyfi. - 2014070023

Lagt fram bréf frá Orkufjarskiptum dags. 16. júlí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að leggja ljósleiðaralögn frá Skeiði 7, Ísafirði upp í Vegagerð í Dagverðardal og frá gangnamunna í Breiðadal í tengivirki Landsnets í Breiðadal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd við erindið og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. Frágangur framkvæmdasvæðis skal gerður í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

2.Flateyraroddi - Stöðuleyfi fyrir gáma - 2014070034

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Stútung ehf. þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á Flateyrarodda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stöðuleyfi sbr. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð, stöðuleyfið er veitt til 1. september 2015.

3.Fjarðargata 35 - lóð í fóstur. - 2014080002

Tekið fyrir erindi Ketils Berg Magnússonar dags. 31. júlí 2014 þar sem sótt er um landsvæði í fóstur sjávarmegin við Fjarðargötu 35, Þingeyri,
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að landsvæðinu verði úthlutað í fóstur með þeim skilyrðum að aðgengi almennings að fjörunni og Skjólvíkinni verði ekki skert í samræmi við það sem fram kemur í umsókninni.

4.Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði. - 2012090004

Lagt fram fréf Orkustofnunar dags. 2. ágúst 2014 er varðar umsögn um umsókn Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar því að unnið sé að rannsóknum í ljósi þess að unnið er að strandsvæðaskipulagi í Ísafjarðardjúpi. Nefndin væntir þess að fá niðurstöður rannsókna sem nýtist í skipulagsáætlanir. Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt enda ekki gert ráð fyrir að leitin hafi mikil áhrif á sjávarbotn og botndýralíf. Nefndin leggur því til við bæjarráð að leyfið verði veitt.

5.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026, Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat. - 2014010001

Lagðir fram tveir tölvupóstar frá Skipulagsstofnun er varðar landsskipulagsstefnu 2015-2026. Annars vegar er boðað til fundar 15. ágúst 2014 og hins vegar lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir.
Lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag í Reykjanesi. - 2011030164

Lagt fram bréf Súðavíkurhrepps dags. 7. júlí 2014 og frá Skipulagsstofnun dags. 15. júlí 2014 er varðar deiliskipulag fyrir Reykjanes við Djúp, Súðavíkurhreppi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur miður að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulagið, nefndin hvetur málsaðila að greiða úr málinu hið fyrsta.

7.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag fyrir Suðurtanga á Ísafirði.
Nefndin óskar eftir að skipulagsráðgjafi kynni skipulagið fyrir nefndarmönnum og bæjarfulltrúum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?