Skipulags- og mannvirkjanefnd

416. fundur 25. júlí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
  • Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Tangagata 20- lóð í fóstur. - 2014070017

Lagt fram erindi dags. 14. júlí sl. frá eigendum í Tangagötu 20a, þar sem óskað er eftir að taka lóð í fóstur sem liggur á milli Tangagötu 20a og Tangagötu 22.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2.Tunguskógur 68, Ísafirði - umsókn um lóð. - 2014070018

Lagt fram erindi dags. 14. júlí sl. frá Sigurði Gunnarssyni og Lindu Kristjánsdóttur þar sem sótt er um lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Gunnarsson og Linda Kristjánsdóttir fái lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - erindisbréf. - 2012110034

Erindi síðast á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 9. júlí sl.
Lagt fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - erindisbréf. - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram.

5.Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdarleyfi. - 2013060015

Lögð fram greinargerð Orkubús Vestfjarða ohf. vegna framkvæmdaleyfis í Fossárvirkjun. Erindi lagt fram á síðasta fundi Skipulags- og framkvæmdanefndar, 9. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

Lögð fram erindi frá Sigurði Hreinssyni varðandi flugasamgöngur og erindi frá Gunnari Magnússyni frá Ytri Veðrará vegna friðunar lands Ytri Veðrarár í Önundarfirði.
Erindinum vísað í matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Önnur mál.

7.Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - framkvæmdaleyfi. - 2014050056

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?