Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
416. fundur 25. júlí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
  • Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Tangagata 20- lóð í fóstur. - 2014070017

Lagt fram erindi dags. 14. júlí sl. frá eigendum í Tangagötu 20a, þar sem óskað er eftir að taka lóð í fóstur sem liggur á milli Tangagötu 20a og Tangagötu 22.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2.Tunguskógur 68, Ísafirði - umsókn um lóð. - 2014070018

Lagt fram erindi dags. 14. júlí sl. frá Sigurði Gunnarssyni og Lindu Kristjánsdóttur þar sem sótt er um lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Gunnarsson og Linda Kristjánsdóttir fái lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - erindisbréf. - 2012110034

Erindi síðast á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 9. júlí sl.
Lagt fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - erindisbréf. - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram.

5.Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdarleyfi. - 2013060015

Lögð fram greinargerð Orkubús Vestfjarða ohf. vegna framkvæmdaleyfis í Fossárvirkjun. Erindi lagt fram á síðasta fundi Skipulags- og framkvæmdanefndar, 9. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

Lögð fram erindi frá Sigurði Hreinssyni varðandi flugasamgöngur og erindi frá Gunnari Magnússyni frá Ytri Veðrará vegna friðunar lands Ytri Veðrarár í Önundarfirði.
Erindinum vísað í matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Önnur mál.

7.Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - framkvæmdaleyfi. - 2014050056

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?