Skipulags- og mannvirkjanefnd

415. fundur 09. júlí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi
Dagskrá
Erla Rún Sigurjónsdóttir mætti ekki á fundinn og enginn í hennar stað.

1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur tæknideild að vinna áfram að erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Lóðamörk milli Hafnarstrætis 18 og Mjallargötu 4 - 2014060065

Lagt fram erindi dags. 20. júní sl. frá húseigendum í Hafnarstræti 18, Ísafirði þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingar á lóðamörkum á milli Hafnarstrætis 18 og Mjallargötu 4, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar. Tæknideild falið að finna lausn á erindinu.

3.Skrúfuhaus við Árnagötu - 2014060081

Lagt fram erindi dags. 23. júní sl. frá Sverri Péturssyni hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. þar sem óskað er álits skipulags- og mannvirkjanefndar á lagfæringum/breytingum á skrúfuhaus sem stendur á horni Suðurgötu og Árnagötu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

4.Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdarleyfi. - 2013060015

Lagt fram bréf dags. 6. júní sl. frá Sölva Sólbergssyni framkvæmdastjóra Orkusviðs Orkubús Vestfjarða fh. OV þar sem sótt er að nýju um framkvæmdaleyfi fyrir Fossárvirkjun í Engidal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir Fossárvirkjun með eftirfarandi skilyrðum:
Að sveitarfélagsvegurinn fram Engidalinn verð lagfærður að framkvæmd lokinni, í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar, enda vegurinn ekki gerður fyrir umferð þungavinnuvéla.
Að framkvæmdaslóðar sem ekki eru tilgreindir á deiliskipulagi verði afmáðir.
Að umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar og allt rask á framkvæmdatíma verði takmarkað.
Framkvæmdaleyfi verði gefið út eftir að greinargerð um framkvæmd á ofangreindum atriðum hefur verið skilað inn til Ísafjarðarbæjar.

5.Snjóflóðavarnir undir Kubba. - 2010120048

Lagt fram minnisblað á frumhönnun þvergarð án stoðvirkja sem ver byggð neðan Kubba annars vegar og samverkandi þvergarðs og stoðvirkja hins vegar, ásamt samanburði á þessum tveimur varnartilhögunum m.t.t. áhættu. Minnisblaðið er unnið af Verkís, dags. 4. júní 2014.
Lagt fram til kynningar. Tæknideild falið að svara erindi Gauta Geirssonar frá 28. janúar 2014.

6.Skipulagsstofnun - ýmsar tilkynningar 2014 - 2014010001

Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 26. júní sl. þar sem tillkynnt er um Skipulagsdaginn 2014, árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum sem haldinn er í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn 29. ágúst nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

Lögð fram lýsing á breytingu á Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin er unnin af Teiknistofunni Eik, dags. maí 2014.
Lagt fram. Tæknideild falið að vinna áfram að lýsingunni og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?